Hlín - 01.01.1936, Page 74
72
Hlín
Pink). Þær hafa sprottið best hjer á Sámsstöðum. Þær
eru að vísu ekki mjög snemmþroska, en gefa góða og
jafna uppskeru. Þær eru ónæmastar fyrir kartöflu-
myglunni af þeim kartöflum, sem jeg þekki, en nokk-
uð næmar fyrir stöngulveiki. Margir telja það Eyvind-
arkartöflunum til ógildis, að þær sjeu bragðlausar, og
er sjálfsagt töluvert til í því, þegar þær eru ræktaðar
í gömlum moldargörðum, en ef þær eru ræktaðar í
nýrri mold, verða þær fastar og bragðgóðar. Uppskera
hefur orðið hjá mjer 31 tunna (100 kg.) af 1000 ferm.,
ræktaðar á móajörð með tveggja sumra forræktun með
korni. Best er að raðestja kartöflurnar; setja þær ekki
dýpra en ca. 3—3V2 þuml. Er þá hægast að merkja fyr-
ir röðum og hvar setja á hverja kartöflu, áður en byrj-
að er á setningu. Hægast er að draga merkiör yfir land-
ið þversum og langsum. Merkiörina, sem notuð er fyrir
raðirnar má gera sem venjulega hrífu, en með þrem
tindum, bil milli tinda 55 eða 60 cm. Merkiör sú, sem
notuð er þversum á raðirnar, ætti að vera með 6 tind-
um, bil milli tinda 25—30 cm. Fyrst verður vitanlega
að hafa snúru til að draga merkiörina eftir, en svo
kemur það af sjálfu sjer að hafa raðirnar beinar, þegar
fyrsta merking eftir snúru er búin. Best er svo að setja
kartöflurnar með skóflu. Hægasta aðferðin er að gera
holu með skóflunni, þannig að dýpt holunnar sjáist,
þegar kartaflan er sett í hana, og er hún þakin með
mold, sem kemur úr næstu holu, og þannig koll af
kolli. — Með þessari aðferð fara 6—8 dagsverk í að
setja niður í 3200 ferm. (1 dagsláttu).
Venjulega munu duga 1—2 „lúningar11 á kartöflum,
sem ræktaðar eru í eins eða tveggja ára kornræktar-
landi, auk þess að hlúa upp að kartöflunum.
Þessi hirðing er margfalt minna verk en „lúning“ i
venjulegum görðum. Þó lítið sje af illgresi í þannig