Hlín


Hlín - 01.01.1936, Side 120

Hlín - 01.01.1936, Side 120
118 Hlín hún aftur í rúm sitt, en nú var hún glaðvöknuð og gremjan, þessi þunga tilfinning, fjekk vald yfir huga hennar. — Því fjekk hún ekki að hvílast? — Þaer voru líklega eins liprar til að fara fram, ungu stúlkurnar. — Nei, hún þurfti að fara það, af því að hún var þreyttust þeirra allra, þá vissu menn að hún var til, þegar eitthvað þurfti að láta liana hjálpa sjer, og hver hugsunin gerði aðra þyngri. Hjer var hún búin að vera 3 ár og hafði liðið vel, hún hefði gjarnan viljað vera hjer lengur, en þess var sjálfsagt enginn kostur, ekki var farið að nefna það við hana ennþá, hjer átti líka að byggja nýtt hús, það yrði víst nógur kostnaður, þó ó- magar yrðu ekki haldnir, það væri hún líklega álitin, þó henni fyndist sjálfri að hún ynni ennþá fyrir fæði. — Æ, hvað öll til- veran var raunaleg. — Stúlkan var sofnuð aftur, allir nutu hvíldar nema hún. Hvað hún átti bágt, henni leið svo illa, og ósjálfrátt andvarpaði hún: »Æ, Guð minn góður!« En var þá til nokkurs að kalia til hans. — Nei, hún var svo oft búin að sjá, að hann skifti sjer ekkert af henni, eina líknin frá honum, sem vænta mátti, var dauðinn, og þessa líkn dró hann von úr viti. — En — ætli það væri nú ekki eitthvað henni að kenna, að Guð hugsaði svona lítið um hana? — Jú, hún var víst ekki nógu góð, þó hún reyndi að vinna með trúmensku og ráðvendni, það hlutu að vera þeir góðu, sem Guð annaðist um, og þá var þó eitthvað bogið við það, að Guð væri algóður. — Nei, enginn, enginn sinti neitt um hana, og járnkuldi einstæðingsskaparins læsti sig um huga hennar. — En hvar átti hjálpar að leita? — Tárin brutust fram, fyrst eitt og eitt, eins og högl, en síðan í stríðum straum- um. — Æ, ef hún gæti einhverstaðar eygt ljós í þessu myrkri. — Hún hafði ung lært og sungið lagvísu, sem nú kom í huga hennar: »Lýs mjer, lýs mjer, ljóssins faðir, lífsins skuggar villa mig«. — Hvað hún átti hjer vel við. — Já, Guð almáttugur var sá eini, sem gat hjálpað, en vildi hann það þá líka? — Æ, hvað efamyrkrið var svart! Hún hafði breitt yfir höfuð sjer, en nú fleygði hún ofan af sjer og' stundi fram um leið: »Ó, Guð minn góður, sendu mjer ijós!« En hvað var þetta! Á þilið til fóta hennar bar sterkan, gullin bjarma. — Hún spratt upp úr rúminu og leit út. Á vesturloftinu ljek sjer Ijóssterkur norðurljósakrans, svo meira en hálfbjart var inni. Fyrir neðan hann lá dökkur skýjabakki við fjallsbrún- ina, það var eins og Ijósin hefðu bælt hann undir sig og sveifl- uðu nú sigurkransinum með allskyns glæstu litaskrauti, sem eng-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.