Hlín - 01.01.1936, Blaðsíða 120
118
Hlín
hún aftur í rúm sitt, en nú var hún glaðvöknuð og gremjan,
þessi þunga tilfinning, fjekk vald yfir huga hennar. — Því
fjekk hún ekki að hvílast? — Þaer voru líklega eins liprar til að
fara fram, ungu stúlkurnar. — Nei, hún þurfti að fara það, af
því að hún var þreyttust þeirra allra, þá vissu menn að hún
var til, þegar eitthvað þurfti að láta liana hjálpa sjer, og hver
hugsunin gerði aðra þyngri.
Hjer var hún búin að vera 3 ár og hafði liðið vel, hún hefði
gjarnan viljað vera hjer lengur, en þess var sjálfsagt enginn
kostur, ekki var farið að nefna það við hana ennþá, hjer átti
líka að byggja nýtt hús, það yrði víst nógur kostnaður, þó ó-
magar yrðu ekki haldnir, það væri hún líklega álitin, þó henni
fyndist sjálfri að hún ynni ennþá fyrir fæði. — Æ, hvað öll til-
veran var raunaleg. — Stúlkan var sofnuð aftur, allir nutu
hvíldar nema hún. Hvað hún átti bágt, henni leið svo illa, og
ósjálfrátt andvarpaði hún: »Æ, Guð minn góður!« En var þá til
nokkurs að kalia til hans. — Nei, hún var svo oft búin að sjá,
að hann skifti sjer ekkert af henni, eina líknin frá honum, sem
vænta mátti, var dauðinn, og þessa líkn dró hann von úr viti.
— En — ætli það væri nú ekki eitthvað henni að kenna, að Guð
hugsaði svona lítið um hana? — Jú, hún var víst ekki nógu góð,
þó hún reyndi að vinna með trúmensku og ráðvendni, það hlutu
að vera þeir góðu, sem Guð annaðist um, og þá var þó eitthvað
bogið við það, að Guð væri algóður. — Nei, enginn, enginn sinti
neitt um hana, og járnkuldi einstæðingsskaparins læsti sig um
huga hennar. — En hvar átti hjálpar að leita? — Tárin brutust
fram, fyrst eitt og eitt, eins og högl, en síðan í stríðum straum-
um. — Æ, ef hún gæti einhverstaðar eygt ljós í þessu myrkri.
— Hún hafði ung lært og sungið lagvísu, sem nú kom í huga
hennar: »Lýs mjer, lýs mjer, ljóssins faðir, lífsins skuggar villa
mig«. — Hvað hún átti hjer vel við. — Já, Guð almáttugur var
sá eini, sem gat hjálpað, en vildi hann það þá líka? — Æ, hvað
efamyrkrið var svart!
Hún hafði breitt yfir höfuð sjer, en nú fleygði hún ofan af
sjer og' stundi fram um leið: »Ó, Guð minn góður, sendu mjer
ijós!«
En hvað var þetta! Á þilið til fóta hennar bar sterkan, gullin
bjarma. — Hún spratt upp úr rúminu og leit út. Á vesturloftinu
ljek sjer Ijóssterkur norðurljósakrans, svo meira en hálfbjart
var inni. Fyrir neðan hann lá dökkur skýjabakki við fjallsbrún-
ina, það var eins og Ijósin hefðu bælt hann undir sig og sveifl-
uðu nú sigurkransinum með allskyns glæstu litaskrauti, sem eng-