Merki krossins - 01.01.1926, Blaðsíða 15

Merki krossins - 01.01.1926, Blaðsíða 15
PIUS PÁFI XI. sendir Sínum elskulega syni kveðju og postullega blessun. Fyrir umsókn kardínála prefekts fyrir Congregatio Fidei Propagandæ, hefir Oss verið kunngjört, að þú, fæddur í hinu norðlæga Thule, hafir í tuttugu ár verið hinn eini kaþólski íbúi allrar eyjunnar, og hafir haldið guðrækilega hina gömlu kaþólsku kenningu; þar að auki, að þú hafir veitt kaþólska trúboðinu mikla aðstoð og hafir með eftirbreytnisverðu veglyndi hjálpað þeim sem prédika Guðs orð. — Oss er þá velþóknanlegt að aðhyllast umsókn þessa purpuraklædda prins hinnar heilögu rómversku kirkju og að launa áhuga þinn og trú- mensku þína með þeim heiðri, sem þau eiga skilið og sem á að votta ánægju Vora og gleði í þinn garð. — Þess vegna með þessu skjali ert þú kjörinn og gerum Vér þig Riddara af orðu hins heilaga Gregoríusar mikla, í stétt leikmanna og teljum Vér þig framvegis í þessum heiðarlega riddaraflokki. Þá leyfum Vér þér að bera einkennisbúning riddara þeirrar orðu og að bera viðeigandi heiðursmerki, þ. e. gullkross átthyrndan, sem á rauðu yfirborði sýnir í miðju mynd hins heilaga Gregoríusar mikla. Þessi kross á að vera festur við borðalykkju úr silki með rauðum grunni, en gul til hliðanna, og festast vinstra megin, eins og önnur riddara-heiðursmerki. En til þess að enginn mismunur sé í burði þessa einkennisbúnings og þessa kross, þá látum Vér skýringu fylgja þessu skjali. Gefið í Róm hjá heilögum Pétri, undir hring Fiskimannsins, XVIII. dag desember-mánaðar, árið MCMXXV, hið fjórða ár páfadóms Vors. Vorum elskulega syni Gunnari Einarssyni. P. Card. Gasparri, a Secretis Status. MerUi krossins.

x

Merki krossins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Merki krossins
https://timarit.is/publication/611

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.