Merki krossins - 01.01.1926, Síða 19
Hrynhenda
send
hans Eminentíu Vilhjálmi kardínála van Rossum.
Hingað sótti hærri enginn.
Hæstan bar að vegsemd glæstri
tiginn gest um vegu vazta,
virðan mest af Rómahirðum;
postula Krists og páfa næsfan,
Péturskirkju sæmdar virkan;
lofi skrýddan aldir yHr,
ítran snilld og háan mildi.
Heimur undrast sagðan sóma,
sæmd, er landi voru tæmdist;
— signuð krossi suðræn messa
sungin oss af Rómatungu.
Veitti oss faðir dagheims drótta
dýran teig af náðarveigum:
Mungát þyrstra millíóna,
mál van Rossums kardinála.
Aldinn sté á fanna-foldu;
friður snart við þjóðar hjarta;
yfir mildum öðling hvíldi
andans ljómi og hátign Róma;
var sem upp frá víði bæri
vald og snilli fyrri alda;
landið missta Ijómans kenndi;
lutu hjörtu geisla björtum.
Koma hans var kyndil-ljómi,
klukknahringing Róma-fingra;
tærði hann oss í nausti norður
náðargjöf að Drottins ráði;
veitti oss ríkan vígslu mætti
valdastól, er sigri haldi,
yztan (hér við útsæ reisti
aldamerki páfa valdi).
— 19 —
Merki krossins.