Merki krossins - 01.01.1926, Síða 25

Merki krossins - 01.01.1926, Síða 25
og Faðirinn erum eitt« (]óh. 10. 30). »Alt sem Faðinn gerir, það gerir og Sonurinn® (Jóh. 5. 19). »Eg er útgengin frá Föðurnum®, segir hann, »og er kominn í heiminn« (Jóh. 16. 28). »Eins og Faðirinn uppvekur hina dauðu og lífgar, þannig lífgar og Sonurinn þá, sem hann vill« (Jóh. V. 21). »Ég er upprisan og lífið, sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig, hann skal aldrei að eilífu deyja« (Jóh. XI. 25. 26). Þegar Pélur sagði við Jesú: »Þú ert Kristur, sonur Guðs hins lifanda (Matth. 16. 16), og þegar Tómas sagði við hann: »Drottinn minn og Guð minn«, þá staðfesti Jesús orð þeirra. Þegar æðsti- presturinn stóð upp og sagði við hann: »Ég særi þig við hinn lifanda Guð, að þú segir oss það, ef þú ert Kristur Sonur Guðs«. Þá svaraði Jesús: »Já, það er ég«, og bætti við: »Eftir þetta munuð þér sjá Mannssoninn sitjandi til hægri handar hins almáttuga Guðs og komanda í skýjum himins« (Matth. 26. 63. 64). Sjá, þá er ljúgvottar vitna gegn Jesú svarar hann engu, en hann vitnar með virðuleik og hátign, að hann sé Guðs Sonur, hinn fyrirheifni Frelsari heimsins. Fyrir þessa háleitu játningu er hann dæmdur og deyr hinum kvala- fylsta dauða á krossinum. II. Þennan vitnisburð um guðdóm sinn hefir Frelsarinn staðfest með ótelj- andi kraftaverkum. — Sjálfur bendir hann á kraftaverk sín, til þess að sann- færa menn um, að hann sé sannur Guð. Þegar Jóhannes til dæmis sendi læri- sveina sína til Jesú og bað þá spyrja hann, hvort hann væri lausnari heims- ins, þá svaraði Jesús þannig: »Farið og kunngerið Jóhannesi það sem þér hafið heyrt og séð, blindir sjá, haltir Sanga, líkþráir hreinsast, daufir heyra og dauðir rísa upp« (Matth. 11. 4. 5). Hann segir enn fremur: »Ef þér trúið ekki orðum mínum, þá trúið verkum mínum« (Jóh. 14. 11). Jesús hefir gert óteljandi kraftaverk, það eru verk, sem eingöngu verða framkvæmd fyrir guð- dómlegan kraft, og hér ætla ég aðeins að nefna lítið sýnishorn hinna óteljandi kraftaverka hans, kraftaverka, er hann framkvæmdi í sínu nafni og af sjálfs síns krafti, til þess að sanna á óræk- an hátt guðdómseðli sitt. Hann breyíti vafni í vín, mettaði fimm þúsundir manna á 5 brauðum, æðandi stormur og ólg- andi sjór hlýddu skipun hans, sérhver sjúkdómur hverfur fyrir boði máttar hans og jafnvel dauðinn verður að skila aftur bráð sinni, sjálfur reis hann dýrlegur upp úr gröf sinni og sýndi með því, að hann í raun og sannleik var herra lífs og dauða, hinn eilífi og almáttugi Guð. Við son ekkjunnar í Nain segir hann: »Ég býð þér, ungi maður, rís þú upp«, og jafnskjótt reis sá upp er dauður var (Lúk. 7. 11. 16). Hinn líkþrái segir við Jesú: »Ef þú vilt, getur þú hreinsað mig«. Jesús svarar: »Ég vil, vertu hreinn« og jafnskjótt varð hann heil- brigður (Mark. 1. 40—49). Við gröf Lasarusar kallaði Jesús hárri röddu: »Lasarus, kom þú út!« og hinn fram- liðni kom út, bundinn líkblæjum á fót- um og höndum (Jóh. 11. 44). Enginn nema Guð getur blásið lífsanda í kalt lík. III. Vitnisburður samtímismanna. — Eigum vér nú að trúa því, að slík krafta- verk hafi í raun og sannleik átt sér stað? — I allri mannkynssögunni er enginn sá atburður, er sannaður hefir verið með eins mörgum og miklum vitnisburðum, innsiglaður með eins miklu blóði, boðaður með slíkri staðfestu, út- breiddur með annari eins hugprýði um — 25 — Merki krossins.

x

Merki krossins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Merki krossins
https://timarit.is/publication/611

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.