Merki krossins - 01.01.1926, Blaðsíða 27

Merki krossins - 01.01.1926, Blaðsíða 27
þennan vitnisburð hafa þúsundir píslar- votta fórnað lífi sínu með kvalafullum dauðdaga. Fyrir oss er því aðeins um tvent að velja: Annaðhvort verðum vér að trúa því, að ]esús hafi sannarlega fram- kvæmt kraftaverk og þá verðum vér að falla filbiðjandi á kné og viðurkenna hann sem Drottin vorn og Quð eða vér verðum að ganga í lið með óvin- um Krists og kristindómsins; önnur leið né annar vegur er ekki til. Krist- indómur, sem ekki er bygður á guð- dómi Jesú Krists, er helber hégómi. Að hafna guðdómseðli Jesú Krisfs og vilja að öðru leyti heita kristinn maður, er hin mesta fásinna. Það að Qera Jesúm blátt áfram að manni, er að breyta gegn allri heilbrigðri skynsemi. Jesús Kristur er sannur Guð, þetta verður að vera orðtak allrar kristninnar. Sé Kristur ekki Guð, þá er trú vor til einskis nýt. Sé Kristur ekki Guð, þá eru allar bækur heilagrar ritningar hinn mesti leyndardómur, sem þekkist í heim- inum, þá er uppruni hinna heilögu bóka ritningarinnar furðuverk, sem enginn menskur maður fær skilið. Vér verðum allir að vera þess full- vissir, að Jesús Kristur er hinn eingetni Sonur Guðs Föður, sannur Guð eins og Faðirinn og Heilagur Andi. Jesús Kristur er sannur Guð; guð- dóm sinn hefir hann sannað með orð- um og kraftaverkum. Jesús Kristur er sannur Guð. Um það vitnar blóð allra postulanna og þúsunda píslarvotta. Jesús Kristur er sannur Guð; þessi kenning hefir á öllum öldum verið grundvöllur kristindómsins og mun standa óbifanleg til enda heims. Jesús Kristur er sannur Guð; þetta er og verður óbifanleg sannfæring vor í lífi og dauða. Með Pétri viljum vér segja: Herra, hvert ættum vér að fara, þú einn hefir orð eilífs Iífs, þú ert Kristur, Sonur hins lifanda Guðs. — Jesús, hvar annarsstaðar en hjá þér gætum vér fundið huggun í þjáningum, traust í dauðanum og von um eilíft líf. I þér einum finnum vér frelsi, hjá þér einum öðlumst vér eilífa sælu og því skalt þú vera elskaður og tilbeðinn sem hinn eilífi og alvaldi Guð um alla eilífð. /VI. Meulenberg, postullegur prefekt. Tala kaþólskra manna. Samkvæmt síðusfu skýrslum er tala kaþólskra manna um allan heim 324,328,408. Þeir skiftast í hinum ýmsu álfum eins og hér segir: Evrópa........... 190,779,213 Asía.............. 15,416,573 Afríka............. 3,271,228 Ameríka......... 112,790,464 Ástralía........... 2,070,930 — 27 — Merki krossins.

x

Merki krossins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Merki krossins
https://timarit.is/publication/611

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.