Merki krossins - 01.01.1926, Qupperneq 30
týnt sálinni, eins og vellýgni Bjarni, og
ætla svo að ærast af hrifningi ef ein-
hverjum dettur í hug að fljúga til Norð-
urpólsins eða gera aðra ómerkilega
hluti. Eitt faðirvor beðið á næturþeli
þegar aðrir sofa, er hinsvegar miklu
voldugri atburður en allir sigrar Róma-
veldis samanlagðir, og eitt andvarp
hreldrar sálar sem þráir Guð sinn, eru
miklu stórfenglegri tíðindi á himnum en
byltingin í Rússlandi eða pólitík Breta
í Asíu. Því himinn og jörð munu farast
og alt er blekking nema Guð.
Og Benedikfsmunkar stungu sér niður
á víð og dreif fyrir norðan Mundíufjöll,
innan um efnilegar þjóðir er þar bygðu
lönd, en illsiðaðar og heiðnar. Þeir gróð-
ursetfu leur grande croix á ófrjóum
lyngheiðum, eins og segir í frönsku
ljóði. Þeir fóru sér einkar hægt, af því
að þeir höfðu eilífðina fram undan sér,
og létu ekki standa um sig veður, reistu
klausfur sín smátt og smátt og ræktuðu
jörðina og gerðust frömuðir garðyrkjulist-
arinnar, en meðal þeirra sem handléku
þar múrskeið og pál, voru einatt konung-
bornir menn. A nóft og degi söfnuðust
þeir í kór og sungu Davíðs sálma, eins
og Krisfur og postular hans í musteri ]ór-
sala, en sálmar Davíðs eru ljóða bestir.
Kristnin hafði tekið í sína þjónustu alt
hið nýtasta í rómverskri menningu og
grískri, kristnað það sem guðlegast fanst
í heiðni, og er sú aðferð enn ein hin
sérkennilegasta í erindrekstri heilagrar
kirkju, að tileinka sér alt hið nýtásta sem
gáfur mannkynsins hafa framleitt. Þannig
urðu Benediktsmunkar þessir til að flytja
norður yfir Mundíufjöll hið verðmætasta
í reynslu mannkynsins og menfa ágæta
kynstofna er þar biðu í aðventunauðum.
Klaustrin urðu höfuðból allra menta, ekki
að eins í andlegum skilningi, heldur og
um vitsmuna þroska og verklegan.
Sagan um menningarstarfsemi Bene-
diktsmunka er, eins og gefur að skilja,
of löng og fjölhliða til þess að hún
verði sögð í andrá. Það er nóg æfistarf
vísindamanni, að setja hana saman.
Eg hef hér fyrir framan mig skrá
yfir nokkur þúsund bindi rita, sem
Benediktsmunkar hafa birt, síðan upp
var fundin prentsvertan. Sést af þeirri
upptalningu hvernig öll vísindi sem nöfn-
um tjáir að nefna, hafa átt fulltrúa meðal
þessara munka. En eigi líst mér á að
láta mig út í alt það mannvit. Hitt hefði
mér þótt gaman, ef rúm hefði leyft, að
mega fara nokkrum orðum um listir
Benediktsmunka, og þá einkum nú á
tímum, en þeini er eg ekki allsendis
ókunnur. En að sinni verð ég að geyma
mér það, sem eg kynni að geta sagt
ókunnugum til fróðleiks, til dæmis um
hina sérkennilegu stefnu í myndlist sem
Benediktsmunkar (Pater Desiderius og
lærisveinar hans), sköpuðu í Beuron
(Þýskalandi), í lok síðustu aldar, og
nefnd heíir verið, af listkönnuðum, ein
hin merkilegasta stefna í myndlist sem
uppi sé (die Beuronerschule). Sömu-
leiðis verður að bíða betri tíða að minn-
ast á endurreisn gregóríanska söngsins,
sem hafin er í Solesmes-klaustri í ábóta-
tíð stórmennisins Dom Guéranger (1837
—1875), en alt bendir til að gregorí-
anska stemman hafi þegar ráðið straum-
hvörfum í kaþólskum kirkjusöng. Bæði
Beuronar-skólinn og söngurinn gregórí-
anski, eru hrein-asketiskir að eðli og ein-
kennum, og þar eð leiðin til skilnings
beggja þessara listgreina liggur gegnum
kunnugleik á benediktínskum hugsunar-
hætti, þá mundi það gleðja mig ef þessar
fáskrúðugu línur mættu koma einhverjum
að gagni sem formálsorð að síðari greinum.
Saint-Maurice 10. mars 1926.
lialldór Kiljan Laxness.
Merki krossins.
— 30 —