Merki krossins - 01.01.1926, Síða 31

Merki krossins - 01.01.1926, Síða 31
Píslarvottar skriftasakramentisins. Það var hinn 22. september 1825. Uppreistarmennirnir höfðu setið um hafnarborgina Callao í Peru næsfum níu mánuði, en Spánverjar vörðust af hreysti mikilli. Faðir Pétur Marielux úr reglu hins heilaga Camillusar var liðs- prestur hjá Spánverjum, og reyndi hann af fremsta megni að tala í þá kjark. En hin langvinna umsát, ásamt sjúk- dómi og matarskorti, braut á bak aftur allan mótspyrnuþrótt hjá mörgum varn- armönnum. Höfuðsmaðurinn Raymund Rodil komst að samsæri, sem myndað hafði verið eitt kvöld í september í því skyni, að selja herkastalann í hendur óvinanna. Liðsforinginn Montero gekst fyrir sam- særinu. Tafarlaust lét Rodil varpa hon- um ásamt félögum hans í fangelsi, en það var ómögulegt að koma þeim til að játa á sig nokkra sök. Samt sem áður fyrirskipaði höfuðsmaðurinn, að þeir skyldu allir líflátast, einmilt á þeirri sömu stundu, sem ákveðin hafði verið til að svíkja kastalann. Föður Pétri voru gefnar þrjár stundir til þess að hlýða á skriffir þeirra og búa þá undir dauðann. Klukkan 9 um kvöldið voru þeir allir skotnir, 13 að tölu. En hershöfðinginn þóftist ekki ennþá nægilega öruggur. Skriftafaðirinn, hugs- aði hann, hlýtur nú að vita grein á öllu þessu. Hann sendi þess vegna eftir liðsprestinum. Þegar presturinn kom inn til hershöfðingjans, aflæsti hann hurðinni á eftir prestinum, til þess að geta talað við hann án vitna og fengið að vita alt viðvíkjandi samsærinu. »Faðir, samsærismennirnir hafa áreið- anlega sagt yður í skriftasakramentinu áætlanir sínar og öll sín sambönd. í nafni konungsins verðið þér nú að segja mér alt. Eg heimta, að þér segið mér frá öllu, án þess að dylja nokkurt nafn né nokkurt atriði málsins«. »Herra hershöfðingi«, svaraði faðir Marielux, »mér er alveg ómögulegt að fullnægja kröfu yðar. Mér er aldrei heimilt að rjúfa leyndarmál skriftasakra- mentisins. Guð forði mjer frá því að gera það nokkru sinni, enda þótt kon- ungurinn sjálfur byði mér það«. Hershöfðinginn varð frávita af reiði. Hann þreif í prestinn og æpti: »Munkur, segðu mér alt, eða ég læt skjóta þig«. Með sannkristilegri hógværð svaraði faðir Marielux: »Ef Guð vill að ég deyi, verði þá hans heilagi vilji! En engum má ég segja frá leyndarmáli skrifta- sakramentisins*. »Þú vilt þá ekkert segja«, öskraði Rodil, »þú svíkur konung þinn og mig«. »Eg er trúr konungi mínum og sér- hverju yfirvaldi, en enginn getur krafist þess af mér, að ég svíki Guð minn. Mér er algerlega ómögulegt að verða við skipun yðar«. Þá fanst hershöfðingjanum sér vera nóg boðið. Hann opnaði hurðina og kallaði: »Liðsforingi Iturbide, sendið hingað fjóra menn með hlaðnar byssur!« Þeir komu samstundis. »A kné, munkur«, grenjaði hershöfð- inginn eins og villidýr. Faðir Pétur féll á kné; hann vissi vel hvað hann átti í vændum, en hann þekti einnig skyldu — 31 Merki krossins.

x

Merki krossins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Merki krossins
https://timarit.is/publication/611

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.