Merki krossins - 01.01.1926, Blaðsíða 33

Merki krossins - 01.01.1926, Blaðsíða 33
Júbilárið. Alt frá upphafi kristninnar hefir nafnið sRómaborg« vakið hjá mörgum mönn- um kærar endurminningar og verið nefnt með sérlegri lofningu. Rómaborg er heilagur staður. Þar er miðdepill kirkjunnar. Þaðan hafa Pétur postuli og eftirmenn hans stjórnað hinni heilögu kirkju. Hver er sá sannkristinn maður, sem ekki þráir að vitja hinnar heilögu borgar og sjá hinn æruverða yfirhirði, sem situr á Péturs stóli, og hin óteljandi sigurmerki kirkjunnar? Það er engin furða, að frá alda öðli hafa skarar af pílagrímum farið til Rómaborgar. Einnig frá Norðurlöndum réðust margir til suðurgöngu. Til er nafnaskrá íslenzkra suðurgöngumanna, frá klaustrinu í Eynni auðgu í Rínarhólmum (Reichenau). Eru þar nefndir 40 íslendingar. Þessi skrá var rifuð um árið 1100 og hefir að eins nöfn þeirra suðurgöngumanna, sem sóttu til klaustursins (sbr. Dipl. Isl. I, bls. 170). Þessar Rómaferðir hafa haldist við til vorra daga. Einkum var það á júbilárum, sem pílagrímar þyrpfust til Rómaborgar. En það er víst engum vafa bundið, að aldrei hafa sist Rómaborg eins margir pílagrímar á einu ári, eins og á þessu síðasta. Árið 1900 voru pílagrímarnir rúmlega ein miljón að tölu. I fyrra voru þeir miklu fleiri. Eftirfarandi skýrsla, birt í hinu franska tímariti »Rome«, gefur oss hugmynd um þann fjölda af pílagrímum, sem drifu til Rómaborgar í fyrra. Þessi skýrsla er um tímabilið frá 15. desem- ber 1924 fil 15. september 1925. Til Rómaborgar komu á þessu tíma- bili pílagrímalestir 261 að tölu: 119 frá Ítalíu, 41 frá Þýzkalandi, 24 frá Frakk- landi, 18 frá Spáni, 5 frá Belgíu, 2 frá Hollandi, 3 frá Sviss, 3 frá Portúgal, 8 frá Englandi, 4 frá ]úgó-Slavíu, 1 frá Efri-Sílesíu, 6 frá Póllandi, 1 frá Brasilíu, 1 frá Ástralíu, 1 frá Danmörku, 4 frá Norður-Ameríku, 2 frá Möltu. Að vísu eru Rómaferðir nú á dögum ekki eins erfiðar og forðum. En þessi skrá sýnir samt, hversu mikið aðdráttar- afl Rómaborgar er, enn þann dag í dag. Og mörg eru dæmin sem sýna, hve mikið kristnir menn nú á 20. öldinni geta lagt í sclurnar. ítalskur pílagrímaflokkur fór fófgang- andi til Rómaborgar 78 kílómetra. — Fjórar konur komu frá Sikiley, gang- andi frá Reggio til Rómaborgar, ber- fættar, og báru til skiftis 2 metra háan róðukross, prýddan blómum. Maður fór frá Osio hinn 15. júlí og kom til Rómaborgar hinn 5. ágúst. Hann hafði gengið alla leið meðfram strönd- inni. Hann fór einnig gangandi heim. — 33 — Merki krossins.

x

Merki krossins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Merki krossins
https://timarit.is/publication/611

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.