Sumargjöfin - 22.04.1926, Blaðsíða 10

Sumargjöfin - 22.04.1926, Blaðsíða 10
10 SUMARGJÖFIN var kosinn dómari við hann. Hann gat komið á ýmsum lögum, er studdu að velferð barna og vernduði rjett þeirra. Hann háði langa og harða baráttu gegn barnaþrælkun. Nú er hún lögbönnuð í flestum menningarríkjum og barna dómstólar óðfluga að breiðast út. Þeir hafa t. d. verið teknir upp í öllum Bandaríkjunum nema tveimur: Maine og Wyoming. en í báðum þeim ríkjum býr fólk - ið mest í sveitum, mjög lítið í borgum. Þá hafa þeir og breiðst út um breska ríkið mest alt, sem tekur yfir n. 1. fjórðung fólks og landa. Sömuleiðis Rússaveldi, sem nær yfir helming Norðurálfu, Frakkland, Spán, Holland og Belgíu, Austurríki og Ungverja- land og Svissland. Siðabótarheimili. Siðabótarheimili (Reformatories) nefnast nýtýsku betrunarhús. Þangað eru þeir sendir, sem þykja of ungir, til þess að fara í venju- leg hegningarhús. Fyrst voru aðeins sendir þangað menn innan 16 ára. Nú er sumstað- ar farið að senda þangað menn innan 30 ára, en einkum er það gert við fyrsta brot. Eitt hið elsta siðabótarheimili er í Elmíra í New Vork ríki. Það var stofnað 1869. Hug- myndin var þó ekki ný. í Valensíu á Spáni, var t. d. stofnað siðabótarheimili árið 1835, og þótti mjög gott. Árið 1905 höfðu verið í Elmíra 14639 fangar, 800/0 þeirra höfðu orðið góðir borg- arar, og aldrei komið aftur fyrir dómstól. Samkvæmt lögum New Vork ríkis, má senda hvern karlmann 16—30 ára, sem sekur hefir orðið um lögbrot — til Elmíra, hafi hann ekki áður orðið uppvís að glæp. Dómarinn má ekki ákveða, hve lengi afbrotamaðurinn skuli vera þar, því ráða yfirmenn siðabótar- heimilisins. Þeir geta leyft manni að fara burtu af heimilinu um tíma, en strangt eftir- lit er með hverjum manni, uns hann er út- skrifaður, en það er gert, þegar menn þykj- ast vissir um, að hann muni framvegis lifa heiðarlegu lífi. Heimilið líkist fremur skóla en fangelsi. Þar er öllum kend bókfræði og einhver handiðn. 30 iðngreinar eru kendar. Hver maður er vaninn á reglusemi, hrein- læti og háttprýði. Heræfingar hafa lengi ver- ið kendar, og þótt bera góðan árangur. Föngunum er flokkað, eftir háttprýði þeirra og allri framkomu, og hefir hver flokkur vissan einkennisbúning. Sje fanginn búinn að vera heilt ár á heimilinu og virðist hafa ein- lægan vilja á að vanda breytni sína, þá er honum gefið brottfararleyfi um tíma. Næstu sex mánuðina er hann undir nákvæmu eftir- liti. Hallist hann þá inn á fyrri glæpabraut sína, fer hann á siðabótarheimilið'aftur. Til er sjerstök vistráðninganefnd, sem útvegar hverjum manni fasta atvinnu, jafnskjótt og hann útskrifast frá Elmíra. Það er gert til þess, að skortur og iðjuleysi brjóti ekki nið- ur það, sem bygt hefir verið upp. Mörg önnur ríki hafa stofnað samskonar heimili og í Elmíra. Sum þeirra leggja nieiri stund á iðnnám. T. d. er eitt í Jeffersonville i Indíana. Þar er hverjum nemanda greitt dagkaup, 45 cents í neðri deildum, og 55 c. í þeim efri. Þar eins og í Elmíra er aðalá- herslan lögð á siðferðilegan, líkamlegan og andlegan þroska, sem fæst með reglubundnu lífi, fullu af starfi leik og námi. Á öllurn þessum heimilum er reynt að láta sanngjarna umbun fylgja góðri framkomu, og hið gagnstæða, þar sem það á við. Með því er vakin hvöt til þess, að leggja sig fram svo sem unt er. Á siðbótarskólanum í Indí- ana fær t. d. enginn maður að útskrifast nema hann hafi aflað sjer 5000 vinninga. í skrifstofu heimilisins á hver maður sinn reikning, og er gert upp að kvöldi hvers dags. Hver sá er komið hefir fram óaðfinn- anlega allan daginn, fær 10 vinninga. En svo dregst aftur frá þeim vinningum, sem þegar eru fengnir, hve lítið sem brotið er á móti einhverri af heimilisreglunum. Þetta minnir mig á sanna sögu af dreng,

x

Sumargjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.