Sumargjöfin - 22.04.1926, Blaðsíða 23

Sumargjöfin - 22.04.1926, Blaðsíða 23
SUMARG ]ÖFIN 23 Bann áfengis verður, áður langt um líður, lögtekið um allan heim. Menning nútímans, með margbreytni sinni, útheimtir algáða menn með góðri dómgreind, skjóta til úrræða og ábyggilega. Innan skamms verður naufn áfengis talin átumein mannkynsins. Gamli tíminn er liðinn. Sá, sem drekkur, verður talinn hættu- legur fyrir mannfjelagið. Næsta skrefið í þró- uninni verður svo, að framfylgja lögum þess- um, eða að koma í veg fyrir óleyfilega not- kun æsandi lyfja og víns. Það sem flest af oss skortir, er sá samfjelagsþroski, að vilja fórna nokkru bræðruni vorum til heilla*. William T. Manning biskup, sem er yfir- maður ensku endurbættu kirkjunnar í New Vork, hjelt nýskeð ræðu í St. ]ohns kirkj- unni í New Vork borg. I ræðu þessari gerir hann grein fyrir skoðun sinni á bannmálinu og því, hvernig hann lítur á áhrif þau, sem lögin hafi haft á þjóðina. Biskup valdi sjer að texta 13. vers í 8. kapítula í fyrsta Korintubrjefinu: »Þess vegna mun jeg, ef matur hneykslar bróður minn, um aldur og æfi ekki kjöts neyta, til þess að jeg hneyksli ekki bróður minn«. Meðal annars farast biskupinum orð á þessa leið: »Nú á tímum er deilt mikið um bann- málið, og sökum þess, hve þýðingarmikið mál það er í þjóðlífi voru, tel jeg rjett að jeg, sem biskup í þessu biskupsdæmi, beri fram nokkrar ályktanir því viðvíkjandi og geri grein fyrir skoðun minni á því, svo að öllum sje afstaða mín ljós. Dómur minn um málið og skoðun sú, er jeg hjelt fram í ræðu, er jeg flutti á fundi árið 1922, stendur óhögguð. ]eg hefi íhugað málið grandgæfilega frá báðum hliðum og vandlega tekið til yfirvegunar sönnunargögn bannvina og röksemdir andbanninga, og að því loknu fann jeg enga ástæðu til þess að breyta skoðun minni á málinu. ]eg hefi þá skoðun, að hófleg nautn áfengis sje í sjálfu sjer syndlaus. En jeg trúi því, að áfengis- bannlög, sem er sæmilega vel gætt, geri oss heilbrigðari, hraustari og betri menn. ]eg hefi þá sannfæring, að lögunum eigi að fram- fylgja og sje það gert, sje hægt að koma í veg fyrir brot að mestu leyti. Enn fremur er það mín skoðun, að hlýðni við bannlögin sje að aukast og að þeim sje nú yfirleitt hlýtt í landi voru. Vms af lögum vorum eru brotin, og er erfitt að koma í veg fyrir það, en þrátt fyrir það, er ekki stungið upp á að breyta þeim eða afnema þau. Það sem kemur til greina eru áhrif laganna á líf þjóðarinnar yfir höfuð að tala, en vjer megum ekki dæma þau eftir áhrifum þeirra á vissa nienn, sem af ásettu ráði brjóta þau. . . . Tökum til dæmis áhrif þau, sem bannlögin hafa haft á allan almenning. Vjer sjáum mismuninn, sem orðinn er á heimilum verkamanna frá því sem var, og oss dylst eigi, að bannlögin hafa orðið til ómetanlegrar blessunar«. Á kirkjuþingi biskupa, sem haldið var í New Orleans, í Bandaríkjunum, síðastliðinn október, var eftirfylgjandi tillaga borin upp og samþykt í einu hljóði: »Þar eð hætta sú, sem stafar af óhlýðni við lög þjóðarinnar, er bersýnileg, fögnum vjer hinum ítrekuðu tilraunum stjórnar Banda- ríkjanna í því skyni, skilyrðislaust, að gera gildandi og styrkja áfengisbannlögin og bann- lögin gegn eiturlyfjum, sem svo blygðunar- laust eru brotin, enn fremur skorum vjer á kirkjusöfnuði vora að gefa gott eftirdæmi, með því að vera löghlýðið fólk, þar eð lög- hlýðni er stoðir, án hverra ekkert lýðveldi getur til lengdar staðið*. Guy Hayler, forseti Alþjóðasambands bann- vina, segir í einni af skýrslum sínum: »Af öllum hinum mörgu lögum, sem búin hafa verið til, í því skyni að auka eftirlit með uppeldi barna og bæta kjör þeirra, geta áfengisbannlögin talist einna stórvirkust. Auð-

x

Sumargjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.