Sumargjöfin - 22.04.1926, Blaðsíða 14

Sumargjöfin - 22.04.1926, Blaðsíða 14
14 SUMARGJOFIN að eins vegna þess, að hún er að dómi Eng- lendinga n. 1. 100 sinnum ódýrari, því að pen- ingar eiga helst ekki að koma til greina, þeg- ar talað er um siðferðislega velferð þjóða og einstaklinga. Hitt er aftur á móti gott, ef saman fer ódýrasta aðferðin og jafnframt hin besta. Hitt er aðalatriðið, að allur fjöldinn af börn- unum getur notið blessunar af eftirlitsaðferð- inni. Heimilið er bráðnauðsynlegt í sambandi við hana. Það er ætlað þeim börnum, sem ekki verða bætt með eftirlitsaðferðinni. Meðan hvorug þessi ráðstöfun er komin í framkvæmd, verðum við að treysta á þau mögn, sem hingað til hafa haldið lífinu í þessari þjóð, siðferðilega og andlega, en það er heilbrigð skynsemi og sómatilfinning og skyldurækt við börnin, ekki að eins sín eigin heldur og annara. Ef hver einasíi maður og hver einasta kona legði sig fram, til þess að verða þeim börnum, sem hann eða hún nær til, að liði, svo sem unt er, þá mundi það blessunarrík- ara en allar opinberar ráðstafanir. Nú vil jeg fara nokkrum orðum um það hvað helst eigi að hafa í huga í þessari við- leitni. Eitt er nauðsynlegt. Ef íslenska þjóðin ætti eina ósk, þá mundi ekkert það til, milli himins og jarðar, sem henni væri meiri þörf á að óska sjer og hverju barni sínu, en að eignast siðferðisþrótt. Þrótt, til að þora að vera sannleikans nregin, hve mikil hætta sem það er; þrótt, til þess að skera sig einn úr, þegar fjöldinn fer afvega, og þrótt, til þess að standa eins og foldgnátt fjall í sviftibyljum ástríðu og freistinga. Þrótt, til þess að hugsa með íhugun þegar fjöldinn jetur eftir þeim sem hæst hefir. Siðferðisþrótt, svo mikinn, að geta aldrei selt sæmd sína fyrir nautnir, auð, hylli eða nokkuð annað. Það er þessi þróttur, sem þjóðinni ríður á fremur öllu öðru á þessari öld, þegar flest verður krónum keypt, og hún virðjst hafa nóg af öllu, nema orðheldni, ráðvendni og drengskap. Það er þróttur Einars spaka, sem horfir rór yfir samtíð sína og sjer hana í rjettu ljósi, horfir víðsýnn fram í aldirnar, eygir sannleikann og þorir að halda honum fram, einn móti öllu höfðingjavaldi landsins og kon- ungsvaldinu útlenda. Það er þróttur Illuga, bróður Grettis, sem hló, þegar hann sá, að hann mundi verða tekinn af lífi, og datt ekki í hug að líta við þeim kaupum, sem honum voru boðin, að fá að halda Iífi, fyrir að láta sæmd sína og drengskap. Það er þróttur Ingimundar gamla, sem ekki að eins fyrirgaf banamanni sínum, heldur hafði hugsun á því, í dauðastríðinu, að leggja á ráð, til þess að koma honum undan. Þannig mætti halda áfram að telja, því að íslendinga- sögur eru fullar af dæmum, sem sanna, að drengskapur var aðal-lundareinkunn feðra okkar. Þeirri lundareinkunn verður þjóðin að ná aftur, hvað sem öðru líður. Ríkisskuldir okkar og peningalággengi er hjegóminn ein- ber í samanburði við siðferðislegt lággengi. Og betra væri að landið dýfði sjer í sæ og drekti hverju mannsbarni, en að siðferðis- þróttur þjóðarinnar druknaði í sjerdrægni og efnishyggju. Hvernig eiga nú foreldrar og kennarar að fara að því, að hjálpa börnnnum, til þess að öðlast þennan lyndiskost, seni feður vorir voru svo auðugir af? Hvert er besta ráðið, til þess að þeiin megi vaxa hinn gullvægi siðferðisþróttur, sem einn er trygging þess, að þau geti alt af verið sannir menn, hvernig sem alt annað fer? Líkamleg heilbrigði. Til eru þeir menn, sem vilja leysa úr upp- eldisvandanum með bættu líkamsuppeldi, auk- inni heilbrigði þjóðarinnar. Þessi hugmynd styðst við mikinn sannleika. Líkamlega heil-

x

Sumargjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.