Sumargjöfin - 22.04.1926, Blaðsíða 17

Sumargjöfin - 22.04.1926, Blaðsíða 17
SUMARGJOFIN 17 gert við sitt sverð, þegar honum varð litið á skarð í sverðinu, eins og á því hefði lent mikið högg. Og það kom honum til að hugsa urn sögurnar, sem faðir hans hafði sagt þeim bræðrunum, þegar þeir höfðu setið saman hjá arninum löng vetrarkvöld eða verið á gangi úti í skógi á sumrin. Það voru sögur um afreksverk, sem konungurinn og riddarar hans höfðu unnið. Ef til vill hafði þetta skarð komið í sverðið í orrustunni frægu, þegar faðir hans hafði unnið sigur yfir öðrum kon- ungi, sem var mesti ofbeldismaður, og hafði ætlað sjer að leggja undir sig ríki hans. Hugsunin um þá baráttu fyrir frelsi þjóð- arinnar glæddi hjá honum ættjarðarástina, og hann fór að langa til að gera eitthvað fyrir land sitt og þjóð. Hann tók eftir langri, djúpri rispu eftir endilöngum slíðrunum, og mintist sögu, sem faðir hans hafði einu sinni sagt honum. Ljón hafði komið um nótt, þangað sem konugurinn og menn hans höfðu lagst til svefns úti á víðavangi, og ráðist á skjald- sein hans. Konungurinn vaknaði við það, greip sverð sitt og rjeðist á ljónið aleinn. Hann drap ljónið og bjargaði piltinum; en ljónið særði hann sjálfan og gerði rispuna löngu á slíðrin með klónurn. Og þannig rifjuðust upp fyrir honum hvert á fætur öðru afreksverk föður hans, þangað til honum fanst eins og sverðið segði við hann: »Ætlar þú að geyma mig, en nota rnig ekki? Á jeg að liggja aðgerðalaus, sem hefi svo mörg hreystiverk unnið og gæti kannske unnið mörg enn?« Hann klædddist herklæðum sínum, girti sig sverðinu og lagði af stað, til þess að hjálpa bágstöddum, og láta gott af sjer leiða hvar sem hann gæti. Þegar árið var liðið, komu konungssynirnir aftur til föður síns og höfðu sverð sín með sjer- »Synir rnínir*, sagði konungurinn, »hvernig hafið þið farið rneð sverðin, sem jeg gaf ykkur?« Eldri bróðirinn tók silkidúkinn utan af sverðinu sínu, og það var hreint og gljáandi, eins og það væri nýtt. »Líttu á, faðir minn«, sagði hann, »jeg hefi varðveitt sverðið eins vel og mjer var mögulegt, og ekki látið koma á það ryk eða ryð. Jeg hefi aldrei tekið það úr hirslunni, sem jeg hefi geymt það í, nema til þess að sýna það vinum mínum og lofa þeim að dást að því, hvað það er fallegt«. Þá sneri konungur sjer að yngri syni sín- um og spurði hann: »Og hvernig hefir þú farið með sverðið þitt, sonur minn?« Konungssonurinn yngri leysti af sjer sverðið, fjell á knje frammi fyrir konunginum, sýndi honum sverðið og sagði; »Faðir minn! Mjer fanst sverðið, sem þú gafst mjer, hvetja mig til þess að fara og berjast fyrir því, sem rjett er og gott. Jeg fór víða, og hvar sem jeg varð var við rang- læti eða kúgun, reyndi jeg að hjálpa þeim, sem minni máttar voru. Hvar sem jeg fann menn huglausa og dáðlausa, reyndi jeg að hvetja þá til áræðis og framkvæmda. En sverðið, sem þú gafst mjer, hefi jeg ekki getað varðveitt fyrir skemdum. Það er skarð í blaðinu eftir sverð níðings, sem jeg var að berjast við; og einn gimsteinninn losnaði af slíðrunum, þegar jeg var einu sinni að klifra upp kletfa, til þess að bjarga barni, sem ræn- ingjar höfðu stolið. Jeg er hræddur um að jeg hafi ekki farið eins vel með sverðið mitt og hann bróðir minn hefir farið með sitt«. »Nei, sonur minn«, svaraði konungurinn, »þú hefir farið að ráði þínu alveg eins og jeg ætlaðist til að þið gerðuð báðir. Jeg gaf ykkur þessi sverð til þess að sjá, hvernig þið notuðuð þau. Til hvers er sverð, vafið innan í dúk, þegar svo mikið er til af ranglæti í heiminum, sem þarf að brjóta á bak aftur? Þú skalt nú verða konungur í minn stað, því að þú hefir sýnt, að þú kant að fara með það vald, sem þjer er trúað fyrir«. Síra Friðrik'tiallgrímsson þýddi.

x

Sumargjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.