Sumargjöfin - 22.04.1926, Blaðsíða 20

Sumargjöfin - 22.04.1926, Blaðsíða 20
20 SUMARGIOFl N ari hæð eiga að rjettu lagi að vega. Síðan er barnið vegið í nærfötunum og þyngdin borin saman við fyrri íöluna. Börnin eru á- fjáð að vita, hve þung þau eru og hvað þau ættu að vera þung. Löngunin til þess að ná hæfilegum þroska vaknar, og nú tekur kenn- arinn sig til og eggjar áhuga í barnið að keppast við að ná rjettri þyngd sem skjótast. Þetta atriði má nota til örfunar á margvísleg- an hátt. Börn í skóla einum í Ameríku tóku upp á því að halda af sjálfsdáðum skýrslur um heilbriðisframfarir í sínum bekk. Þau lögðu þyngdina til grundvallar og höfðu kappleik um líkamsþroska. Síðan fara því nær allir skólar í Ameríku að dæmi þessara barna að einhverju leyti. Þegar áhuginn er vaknaður, er börnunum gefin 8—10, eða 12 heilsuboðorð. Það eru einföldustu atriði heilsuverndunar og þroska- vænlegra lifnaðarhátta. Börnin í Ameríku kalla þær >leikreglurnar«. Og nú er lifað eftir reglunum af fremstu getu. Börn í efri bekkjum halda svo sjálf skýrslur um hvert barn, framfarir þess og líkamsástand, og hvernig því tekst að iðka þenna heilsuleik. Bekkur keppir við bekk, skólinn við aðra skóla o. s. frv., og þykir mikið liggja við, að fara ekki halloka. Heilsuboðorð í íslenskum skóla gætu t. d. verið á þessa leið: 1. Borðaðu morgunverð áður en þú ferð í skólann, en ekki kaffi með kökum. 2. Ræstaðu vandlega hendur og andlit, hár og háls áður en þú leggur á stað í skóla. 3. Bustaðu tennurnar ívisvar á dag. 4. Gakk þú svo hreinlega til fara, sem unt er, hafðu daglega hreinan vasaklút og lærðu að nota hann. 5. Stundaðu leikfimi og farðu í bað minsta kosti einu sinni í viku. •6. Drekktu vatn milli máltíða og mjólk í staðinn fyrir kaffi og te. 7. Sofðu 10—11 stundir (þessu má breyta eftir aldri barnsins) og hafðu gluggann altaf opinn. 8. Sittu beinn, stattu beinn, gakk þú beinn. 9. Hafðu altaf hreint loft í skólastofunni og heima hjá þjer. 10. Leiktu þjer úti. Þessi boðorð eru ekki aðeins lærð. Börn- unum er kent að skilja þau, elska og virða, með myndum, leikjum og fjölmörgum öðrum ráðum. En yngri börnum má kenna á ýmsan ann- an hátt. Það gafst til dæmis vel, að fá sjer pappabrúður eins margar og börnin eru í bekknum og skíra þær nöfnum barnanna. Síðan eru brúðurnar Iátnar vega salt þann- ig, að öll þau börn, sem hafa hæfilegan þunga, eru öðru megin, hin vega á móti og sá endinn er ljettari. Þetta skilja börnin og kapp þeirra er nú vakið og beint í þá átt að ná rjettri þyngd og þroska. Þá er nafni þess barns úr pappanum fluttur yfir. Það er vinningurirnn í þeim leik. Og til þess, að svo geti orðið, eru nú börnunum gefin heilsuboðorð við sitt hæfi. — Margt er það fleira sem gera má, t. d. fá börnum brúður og láta þau fara' svo með þær, sem fara á með börn, t. d. er brúðan svöng, hvað á hún að borða? Hvenær á hún að fara í bað? Hvar á hún að leika sjer? o. s. frv. Stundum hefir kennarinn stóra brúðu og börnin litlar. Kennarinn lætur sína brúðu leika allar listirnar og þau hafa eftir. Klippa þau út handa sínum brúðum tann- bursta, sápu, handklæði rúm og svo framveg- is, og ala þær upp í hollustu og fögrum sið- um. Á þenna hátt og margan annan er skiln- ingur barnsins vakinn á heilbrigðisvenjum, og áhugi þess glæddur, og má nota þessar aðferðir með takmarkalausri fjölbreytni. Hjer hefir verið á fátt eitt minst, og vafa- laust vildu sumir spyrja: Hvað er svo eiginlega gagnið að þessu. Því er ekki fljót svarað, það er svo margvíslegt. En þetta vil jeg taka

x

Sumargjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.