Sumargjöfin - 22.04.1926, Blaðsíða 19

Sumargjöfin - 22.04.1926, Blaðsíða 19
SUMARGJOFIN 19 Heilbrigðismentun í barnaskólum. Það er flestum kunnugt orðið nú, að hjúkr- unarkonur starfa í barnaskólum, víðsvegar um heim. Sú venja er nú einnig að komast á hjer í Rvík. Hitt er færri mönnum kunn- ugt, hver starfi þeirra sje í raun og veru. Orð eins og »heilsuvarðveisla« og »hreinlæt- iseftirlit« skýra í rauninni ekkert, fyrir öðrum en þeim, sem kunnir eru þessari starfsemi og árangri hennar. Þetta veldur því meðal annars, hve starf skólahjúkrunarkonunnar er oft illa metið í byrjun. I Ameríku og Englandi hefir verið unnið að heilbrigðismentun í barnaskólum í 20—30 ár og er hún viðurkend að vera einn sjálfsagðasti liður skólastarfsins. Oðru máli gegnir með Frakkland. Þar er þessari nýju starfsemi skamt á veg komið, eins og hjá oss. Fyrir tveimur árum báðu tvær amer- ískar hjúkrunarkonur leyfis að mega vinna í nokkrum skólum í París. Þeim var neitað af mikilli kurteisi, sem siður er í Frakklandi. Þær skildu nú raunar ekki frönsku betur en svo, að þær hjeldu, að boðið hefði verið þakk- samlega þegið. Seinna urðu yfirvöldin hins sama vís og ætluðu að leiðrjetta misskilning- inn. En það var um seinan. Kennarar í þess- um skólum kröfðust þess, að hjúkrunarkon- unum væri leyft að starfa áfram. Það, sem því veldur, hve heilbrigðismentunin er orðin mikils metin í ensku mælandi löndum, er vafalaust því að þakka, að þar fá skólajúkr- unarkonurnar sjermentun i sinni grein. (P. H. N.). Fyrir yfirburði þeirra í kunnáttu hefir árangurinn af starfi þeirra orðið svo mikill, að engum dylst þar lengur sú nauðsyn, að hafa hjúkrunarkonu starfandi við hvern ein- asta skóla. Margir hafa spurt mig í hverju sjermentun skólahjúkrunarkvenna væri fólgin, hver væri starfi hennar og nytsemi íyrir skólann. Því verður ekki svarað í stuttu máli. 1 þetta sinn skal jeg aðeins drepa á eitt atriði, sem jeg hef kynst í skólum í Ameríku, Englandi og Finnlandi. Það er fræðslustarf hjúkrunarkon- unnar, heilbrigðismentun barnanna. I skóla, þar sem ekki hefir verið starfað að skólahjúkrun áður, verður auðvitað fyrsta starf hjúkrunarkonunnar, að reyna að fá lagfært það, sem komið hefir í ljós að áfátt er við læknisskoðun, tannskemdir, heyrnar- deyfu, gallaða sjón o. s. frv. Þá er reynt að bæta úr því, sem áfátt er við hreinlæti barn- anna, og vill það oft verða ærinn starfi. Loks koma heimsóknir til veikra barna. 1 þetta fer nú venjulegast allur tíminn til að byrja með. En hjer við má ekki láta stað- ar numið í skóla. Þetta er í rauninni sjúkra- hjúkrun. Og skólabörn eiga ekki að vera sjúklingar. Hjer tekur hin hærri skólahjúkr- un við. Markmið hennar er ekki það, að bæta úr ágöllum, heldur varna því, að þeir verði til. Þá kemur að því, að hjúkrunarkonan verð- ur að fara að koma inn hjá börnunum heil- brigðisvenjum. Það verður yfirleitt að gerast í samstarfi við kennarana, með því, að þeir hafa miklu rneira saman við börnin að sælda, þekkja þau nánar og hafa fleiri tækifæri til þess að vekja áhuga þeirra. Hefur slíkt sam- starf kennara og hjúkrunarkvenna borið undra mikinn árangur víða um heim. Hvernig er hægt að kenna börnum heil- brigðisvenjur? Jeg á við það, að temja börn- in svo í daglegu hreinlæti og hollustuvenjum, að þær verði þeim dýrmætur vani, sem örð- ugt er að brjóta. Það má gera á margan hátt. En hjer skal fyrst minnast á þann hlut í starfi kennara og hjúkrunarkvenna, sem hefir verið grundvöllur undir heilbrigðisment- un barnanna. Það er þyngdarseðillinn. A hann er skrifað nafn barnsins aldur og hæð. Þetta er síðan borið saman við niðurstöður lækna og vísindamanna nm það, hvað dreng- ur eða stúlka á þessum aldri og með þess-

x

Sumargjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.