Sumargjöfin - 22.04.1926, Blaðsíða 15

Sumargjöfin - 22.04.1926, Blaðsíða 15
SUMARGJOFIN 15 brigður maður er er að öðru jöfnu líklegri til andlegrar og siðferðilegrar heilbrigði en sá, sem er veiklaður. Tannpínu fylgir maga- veiki. Hún orsakar önuglyndi, önuglyndið veldtir oft árekstrum á heimilinu, unglingur- urinn fjarlægist það, gatan verður athvarf hans og eyðilegging. Sálfræðingar eru nú farnir að rekja ýmsa glæpahneigð manna til veiklunar í taugakerfinu. Þeir segja, að menn gugni fyrir ástríðum, láti undan Iægri hvötum af því, að þá vantar taugastyrk, til þess að standa á móti. Þrátt fyrir þennan sannleik, má þó enginn ætla, að þarna sje öll úrlausnin. Barninu er ekki trygður siðferðisþróttur með því einu, að sjá vel fyrir líkamsþörfum þess og gera það að stóru, sterku og hrausfu dýri. Það þarf að sjá því fyrir siðferðisþrótti, sem hvorki líkamleg þjáning nje annað fær bugað. Slíks eru mörg dæmi. Margur tveggja manna mak- inn hefir sótt andlegan styrk og huggun ttl holdsveika mannsins á banasænginni. Líkamleg hreysti hjálpar án efa, en ein megnar hún ekki að skapa siðferðisþrótt. Boðorð og siðareglur. Það hefir löngum verið aðalúrlausn margra manna, að láta börnin læra mikið af falleg- um siðalærdómi, boðorð, sálma, bænir og ritn- ingargreinar. Það dylst víst fáum, að þetta getur orðið börnum til mikillar blessunar, það er að segja, ef það vekur þeim aðdáun á því, sem gott er og fagurt, og er eitthvað meira en and- laus orðaflaumur. Enginn skyldi þó ætla, að guðsorðanám eitt nægi, til þess að skapa siðferðisþróft. Það er sorgleg staðreynd, að fögur orð á vörum manns eru ekki ávalt í beinu sam- ræmi við hugsun hans og breytni. Og fátt mun til, sem er öllu hörmulegra, en að bera orð kærleiksmeistarans á vörunum, en kær- leiksleysis í hjartanu. Börnin þurfa meira en trúfræði, þau þurfa að eignast lifandi trú, og þau þurfa meira en siðfræði, þeim þarf að vaxa siðferðisþrótt- ur, og til þess þarf eitthvað annað og meira en orðin tóm. Gott eftirdæmi. Mundi gott eftirdæmi nægja, fil þess að skapa siðferðisþrótt ? Það er enginn vafi á því, að eftirdæmið hefir mikil áhrif á líf barnsins til góðs eða ills. Mörg móðir heldur, að aðalafriðið sje að finna að við barnið, en gerir það þannig, að hún beinlínis kennir því vargaskap, með dæmi sínu. Menn syndga ef til vill á engu eins og óaðgætslu í orðum og verkum, þegar börn eru viðstödd. Þar hvílir feiknaábyrgð á öllum mönnum. En hversu mikil áhrif, sem eftirdæmið hefir, þá er það þó ekki almátt- ugt. Það er ekki dæmalaust, að barn elst upp við bindindisræður og hatur á víni og verður þó að drykkjurút. Þess er og dæmi, að barn elst upp við drykkjuskap og fær ó- beit á víni. Hlutfallið milli eftirdæmis og ár- angurs af uppeldinu virðist stundum öfugt. Þótt eftirdæmið sje afarmikið atriði í upp- eldinu, þá er það ekki einhlítt. Það þarf eitt- hvað meira, til þess að skapa siðferðisþrótt. Áhugaríkt starf. »Börnin geta ekki unað við ekkert,« segir frú Ingunn Jónsdóttir í bókinni sinni, nýút- komnu. Mjer þótti þessi setning langbest af öllu því góða, sem bókin hafði að geyma. Og hún hefir þessa setningu eftir hálfbrjál- aðri konu. En þótt hún væri brjáluð, hefir hún þó kent henni að ala upp börn, betur en allir aðrir. Hún talaði ekki um það eins og aðrir, að það þyrfti að banna börnunum, en hún sá þeim fyrir verkefni við þeirra hæfi, og það þurfti ekki að banna. Líf þeirra varð fult af þroskandi starfi, svo að þau máttu ekki vera að neinu því, er banna þurfti. Hjer hefir brjálaða konan fundið gullnámu þess

x

Sumargjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.