Sumargjöfin - 22.04.1926, Blaðsíða 16

Sumargjöfin - 22.04.1926, Blaðsíða 16
16 SUMARGIOFIN sannleika, sem gerbreytt hefir hugmyndum og aðferðum uppeldisfræðinnar á síðustu 50 árum. Og frú Ingunn átti sjer svo frjálsan huga, að hún kunni að meta og notfæra sjer sannleiksgullið, þótt það kæmi úr þessari átt. Starfsþrá barnsins er sterkasti þátturinn í lifi þess. Hún streymir fram eins og ströng elva, sem er aflvaki ógurlegs kraftar. Það er að miklu leyti undir okkur komið, hvort sá kraftur verður til blessunar eða bölvunar. »Það þarf að banna börnunum,« var eina ráðið, sem móðirin unga fjekk hjá öllum nema brjáluðu konunni. Það hefir oft verið eina úrræðið að banna athafnir, hlaða stíflur í straumiðu starfshvatanna. En það þyngir á stíflunni og straumurinn sprengir hana, og brýtur oft um leið borgir og lönd, og gerir að bláum eyrum akur og engi. Það, sem þarf að gera, er ekki að stífla straum orku og áhuga, heldur að opna hon- um flóðgáttir, þangað sem hann getur knúð vjelar, borið báta og vökvað þurlendið. Vöðvar manna vaxa og stælast við dag- lega æfingu. Samúð, dáð og drengskapur vex líka best við daglega æfingu í að vinna öðr- um gagn og hjálpa þeim. En það er ekki að búast við að börn geri það, nema þau fái hvöt til þess og hjálp. Við þurfum að vaka yfir heilbrigði barn- anna, við þurfum að kenna þeim siðfræði og glæða trúartilfinningu þeirra, við þurfum að kenna þeim að hlýða á mjög ungum aldri, við þurfum að vaka yfir því, að eftirdæmið sje sem best, en fremar öllu öðru þurfum við að láta þau fá daglega æfingu í öllu, sem gcrir þau hraust, daglega æfingu í hjálp- semi, sjálfsfórn, fyrirgefningu, sannleiksást og öllu öðru, sem þarf, til þess að gera þau að göfuglyndum og góðum íslendingum, eða að sannkristnu fólki, ef menn vilja heldur orða það þannig. Steingr. Arason. Konungssynirnir og sverðin. Einu sinni var konungur, sem átti tvo syni. Hann kallaði þá fyrir sig einn dag og sagði við þá: »Synir mínir! Þið eruð nú orðnir fulltíða menn, en jeg er farinn að eldast. ]eg hefi varið lífi mínu, til þess að leitast við að af- stýra ranglæti og efla rjettlæti, bæta úr bág- indum og greiða fyrir gæfu þegna minna. Margt hefi jeg þurft við að stríða, en marga ánægjustundina hefi jeg líka átt. Hjer eru tvö sverð, sem jeg hefi notað í baráttu minni gegn ranglæti og kúgun, og jeg ætla að gefa hvorum ykkar sitt sverðið. Að ári liðnu eigin þið að koma til mín aftur með sverðin, svo að jeg geti sjeð, hvernig þið hafið farið með þau«. Konungssynirnir þökkuðu föður sínum fyrir sverðin og fóru með þau heim til sín. Eldri sonurinn sagði við sjálfan sig: »Þetta sverð er alt of fallegt, til þess að nota það í stríði; það gæti brotnað eða skemst. Jeg verð að geyma það vandlega*. Og hann fægði vandlega gimsteinana og silfurbúnaðinn á slíðrum og meðalkafla, vafði sverðið innan í silkidúk, ljet það niður í sterka járn- kistu og geymdi hana á öruggum stað í höll sinni. Vngri sonurinn skoðaði sverðið sitt tneð aðdáun, þegar hann var kominn heirn til sín. Hann athugaði eggina beittu og sveiflaði því í hendi sjer. »Hvers vegna skyldi faðir niinn hafa gefið mjer þetta ágæta sverð?* sagði hann við sjálfan sig. »Skyldi það vera af því, að jeg er sonur hans og hann langar til að gleðja mig? Hann sagði okkur að koma aftur að ári liðnu, til þess að hann gæti sjeð, hvernig við höfum farið með þau. ]eg verð að gæta þess vel, að ekkert verði að sverðinu«. Hann var að því kominn, að búa um það og geyma það, eins og bróðir hans hafðj

x

Sumargjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.