Sumargjöfin - 22.04.1926, Blaðsíða 7

Sumargjöfin - 22.04.1926, Blaðsíða 7
Um starfsemi Barnavinafjelagsins „Sumargjöf“. fJELAGIÐ Sumargjöf er stofnað til þess að hlúa að andlegum og líkamlegum þroska og vexti barna í Reykjavík. Fá- einar konur og menn hrundu því af stokkum, og starfað hefir það í tvö ár. Fjelagar voru fáir fyrst um sinn, en þeim hefir fjölgað jafnt og stöðugt, eru nú um 325. Starf fjelagsins fram að þessu mætti greina í tvent. Það hefir haldið uppi dagheimili fyr- ir ung börn (frá 3. ára) um sumarmánuðina. Það er hið mesta nauðsynjaverk, ljettir undir með fátækum, barnmörgum heimilum, og getur bjargað mörgum börnum frá því, að bíða tjón bæði á líkama og sálu. I öðru lagi hefir fjelagið haldið uppi kenslu fyrir ung- linga og stálpuð börn, látið kenna þeim handavinnu ýmiskonar og garðyrkju. Auk þess hefir mörgum börnum innan skóla- skyldualdurs verið sjeð fyrir byrjunarkenslu að tilhlutun fjelagsins og á kostnað þess. Þá hefir það og Iagt fram fje til starfrækslu leikvallar í Vesturbænum, og ýms önnur mál, sem börnum koma við, hefir það haft til meðferðar. Mikið fje hefir þurft til framkvæmda þess- ara, og verður ekki annað sagt, en að fje- laginu hafi orðið vel til. Nokkuð hefir feng- >st með ársgjöldum fjelagsmanna, sumt með gjöfum, en mest hefir venjulega safnast á sumardaginn fyrsta við merkjasölu og skemt- anir. Síðasta starfsár fjelagsins nam reikn- ingur þess kr. 10342.89. Stærsti útgjaldalið- urinn var kostnaður við dagheimilið. Nokkuð af fje því, sem safnast hefir, er ekki eyðslueyrir. Sjóður fjelagsins er nú á 6. þús. kr. og verður. á næstunni lagt alt kapp á að auka við hann. Starfsemi fjelagsins öll er undir því komin, að það eigi sjer húsnæði til afnota, þess vegna verður nú að klífa til þess þrítugan hamarinn að byggja svo fljótt, sem kostur er á. Bærinn mun leggja til byggingarlóð, og landblett fyrir leikvöll og jurtagarða. Þá fyrst, er viðunandi húsrúm og landblettur er fengið, getur fjelagið af alefli beitt sjer að höfuðverkefninu, en það er að hjálpa foreldrum til þess, eftir mætti, að vernda börn fyrir eyðandi og spillandi áhrif- um götulífsins. En til þess að þetta megi takast, þarf fjelagið stuðnings við. Athafna- laus góðvild og vingjarnleg orð duga ekki. Það þarf almennan skilning manna á því, að hjer er ekki lítisvert hjegómamál um áð ræða, heldur velferðarmál heillar kynslóðar. Það þarf almennan áhuga, sem ekki lætur allar framkvæmdir kafna í gambri og ráðagerð- um. Og það þarf fje! Sumargjöfin leyfir sjer að fullyrða, að þeir sem þurfa að ávaxta vel eitthvað af lausum aurum sínum, geti ekki ráðið viturlegar en að láta þá til að tryggja líkamlega og and- lega heilsu kynslóðarinnar, sem er að vaxa. G. Guðjónsson, *

x

Sumargjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.