Sumarblómið - 01.01.1921, Síða 12
10
Sumarblómið
Ríki maðurinn og Lasarus.
Sunnudagaskólakennari nokkur sagði einu sinni börnun-
um í bekknum sínum söguna um ríka manninn og Lasarus.
Og á eftir spurði hann drengina um söguna, til þess að
fullvissa sig um, að allir hefðu fylgst með í henni. »Og
hver af þessuni tveimur mönnum vilduð þið svo helst
vera?« spurði hann. »Eg veit það,« svaraði einn af drengj-
unum. »Eg vildi helst vera ríki maðurinn á meðan eg
lifi, en eftir það vildi eg helst vera Lasarus*.---Hversu
margir eru það ekki, sem hugsa líkt og þessi litli dreng-
ur. Menn lifa í allskonar »vellystingum praktuglega«. í
allskonar sukki og svalli; hugsa að eins um að fullnægja
sínum eigin heldlegu girndum og fýsnum og hugsa aidrei
um sína ódauðlegu sál né hennar eilífu velferð. Gleyma
Guði, fótum troða hans heilaga orð og brjóta hans boð-
orð, en ætla sér samt að erfa himnaríkis sæluvist. Hvílík
fjarstæða og heimska! Hvernig getum við búist við, að
uppskera fíkjur, ef við sáum þyrnum? Hver og einn hlýt-
ur að sjá, að það er ómögulegt. Alveg eins er því varið
með þá, sern alt sitt líf sá synd og löstum; þeir geta
ómögulega erft Guðs ríki; þeirra hlutskifti verður f myrkr-
inu fyrir utan, »þar sem verða mun grátur og gnístran
tanna«. —
Enda segir Frelsarinn: »Gott tré getur ekki borið vonda
ávöxtu, ekki heldur skemt tré góða ávöxtu. Hvert það
tré, sem ekki ber góðan ávöxt, er upphöggvið og því í
eld kastað* (Matt. 7, 18.—19). — Vinur! Ert þú á með-
al þeirra, sem lifa í burlu frá Guði og sem ert á leiðinnj