Sumarblómið - 01.01.1921, Page 17
Sumarblömid
15
nam Grænlendingurinn staðar, greip um handlegginn á
kristniboðanum og sagði: »Skoðaðu, bróðir, sér er hver
fegurðin og skrautið! Ó, hversu mikill og dýrðlegur
hlýtur hann þá að vera, sem hefir skapað alt þetta*.
*»
Attu einnig himininn?
Dalamaður nokkur, það er að segja: maður einn úr Dala-
héraði í Svíaríki, var einu sinni í vinnu hjá auðugum
herramanni nálægt Stokkhólmi. Á skemtigöngu sinni átti
hann tal við verkamann þenna, og spurði hann, hvort
hann vissi, hveijum tilheyrði þessi eða hin landareign.
Dalamaðurinn svaraði: »Nei, hvernig skyldi eg vita Joað?«
»þá skal eg segja þér það«, sagði herramaðurinn. ^Það
á enginn maður annar en eg. Já, alt«, bætti hann við,
»alt, sem þú getur hér eygt hringinn í kringum þig, er
eign mín«. Dalainaðurinn stóð kyr stundarkorn, stakk rek-
unni niður í jörðu, tók af sér húfuna og um leið og hann
benti upp í himininn, sagði hann með alvörugefni: »Hér
sé eg himininn; er hann Iíka eign þín?« Hinn auðugi
og hégómlegi landsdrottinn skildi sneiðina, og það varð
bið á því, að hann grobbaði aftur af sinni jarðnesku velsæld.