Dvöl - 16.12.1934, Page 14

Dvöl - 16.12.1934, Page 14
16. des. 1934 14 D V vettlinga. Var hann og vitur mað- ur og vel lærður á þeim dögum, talaði latínu sem móðurmál sitt. Var það siður hans, þá prestar eða lærðir menn heimsóttu hann, að hann mælti jafnan við þá á latínu. Kom þá hjá sumum þeirra ekki nema orð á stangli, þar sem honum varð hvergi stanz. Ræðumaður var hann góður, en heldur raddstirð- ur. Hann orti og jafnan vísur, er flestar munu týndar vera, því að lítt munu ritaðar verið hafa, en þó má telja þær, er eftir eru í manna minnum. Einu sinni kom Stefán prófast- ur út í kirkjugarð, þá er verið var að taka þar gröf, og kom upp gröftur mikill. Mælti hann þá fram vísur þessar: Beina fans hér fáum séð, fríðleiks glansa þrotinn, vart má stanza, virða geð, vor skulu dansa’ 1 leikinn með. Hetjur merkar heims um bý, hér með klerkar fróðir, fjörgyns kverkar ofan í aðkastssterkar hlaupa frí. Valt er að telja virða ró, við ei dvelja fáum, öll til heljar öld fer þó, eins og belja vötn í sjó. Og í öðru sinni kvað hann: Þó fari menn um fold og mar og firðum lukkan dilli, eins er hann dauði allsstaðar °nria hpima á milli. 6 £ Einu sinni var prófastur sóttur utan af Sléttu til að þjónusta mann, er Tumi hét. Kom hann þá til baka að Brekku. Var þar fyrir Illugi skáld Helgason, og spurði hann prófast, hvernig Tuma liði. Prófastur svaraði og kvað: Líf og dauði tefla tveir, Tuma fá ei sparað, hvorki lifir hann né deyr, heimskulega er svarað. Illugi svaraði: „Ónei, hyggilega er svarað". Prófastur stanzaði ei og mælti í ljóðum: Þó að mestu þyki mér þrotinn sjóveg strangan, en brimróðurinn eftir 'er inn fyrir hafnartangann. Stefán prófastur átti kú þá, er Búkolla hét. Mjólkaði hún jafnan 22 merkur í mál eftir að hún bar og lengi síðan. En er slátra átti kúnni, reið prófastur út að Brekku, næsta bæ, og er hann kom þar, kvað hann: Hugprúðan mig halda má, hvað lízt ykkur núna? Bænum hryggur flúði ég frá fyrir gamalkúna. Hefir ei svoddan huglaust grey heyrst í nokkrum sögum, mikill haldinn mundi’ ég ei maður á fyrri dögum. Vegur sá liggur á milli Sléttu og Núpasveitar, er Hafnarskörð eru kölluð. Innan til í skörðunum er steinn einn ei allstór. Sló prófast-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.