Dvöl - 17.02.1935, Side 8
8
D \
Ö L
17. febr. 1935
værum það ekki, gætum við hvorki
séð, heyrt, fundið bragð eða fund-
ið til. Það er rafmagnsstraum að
þakka, að ytri áhrif berast með
taugunum til heilans, sem svo aft-
ur skynjar, hvers kyns áhrifin eru.
Líkaminn er lagður taugum, eins
og hús eru lögð ljósa-, vatns- og
símakerfum.
Ennfremur hefir því verið sleg-
ið föstu, að hver og ein af öllum
þeim miljónum sella, sem líkam-
inn er byggður af, sé hlaðin raf-
magni, mismunandi mikið, eftir
stærð. Og það er einmitt þessi
rafmagnshleðsla um selluna, sem
heldur henni heilli saman, á með-
an lífið endist.
En það hefir alltaf verið erfitt
fyrir efnafræðinga að sjá, hvers
vegna sella getur haldið sér sam-
an, eða með öðrum orðum, hvern-
ig lífið hefir getað fengið hina kem-
isku frumhluta hennar til þess að
halda saman. Það er viðurkennd
staðreynd, að á þeirri stundu, sem
sellan deyr, þá raskast samband-
ið á milli efnanna í sellunni,
sem hlaut að vera á meðan hún
var lifandi.
Prekari rannsóknir hafa leitt í
ljós, að líkaminn sem heild, er
uifihlaðinn rafmagni. Þessar upp-
götvanir á rafmögnun líkamans,
hafa borið þann árangur, að menn
geta nú með vissu sagt, hvort lík-
ami er lifandi eða dauður. Mis-
munur á lifandi og dauðu verður
þá mjög eiufaldur: Lifandi taug
er leiÖBla með rafmagnsstrauui og
lifandi sella er sella, sem er um-
vafin rafmagnsþráðakerfi. En mað-
ur lætur sér ekki nægja að nema
hér staðar. Mfiður hlýtur að spyrja;
Ef þessi rafmögnun sellunnar hverf-
ur á því augnabliki, sem dauðinn
ber að, ef dauðinn er m. ö. o. í
þessu fólginn, er þá ekki hægt,
með nákvæmum athugunum að
sanna og sýna í einhverri mynd
hvernig rafmagnið fer úr sellunni?
Væri ekki rétt að rannsaka hvort
neisti, eða jafnvel einstök elek-
tróna, gæti ekki gefið sönnun þess
að rafmagnið hverfi frá sellurini?
Þokuáháld Wilsons*)
Miklum hluta þessara þýðingar-
miklu rannsókna er lokið. Það
hefir heppnast að búa til áhald,
sem getur ennþá betur skynjað
elektrónur, heldur en Geiger-mæl-
irinn. Það hefir þann góða kost
að það sýnir í hvaða átt elektrón-
an hreyfir sig. Þetta áhald er
þokuáhald Wilsons, sem er mjög
einfalt: Sívalningur, holur að inn-
an með bullu (stimpli), sem hægt
er að draga skyndilega út, svo
að tóm rnyndast. I pípunni er svo
pappírsblað, sem er gegnvætfc af
vökvanum, sem nauðsynlegur er
til þess að mynda þokuna. Á hlið-
inni á pipunni er dálítið op, en í
það er stungið ljósmyndaáhaldi,
sem getur tekið myndir jafnóðum
*) Charles VVilaon, skoskur eðllsfneð
iugur. Fekk Nobelsverðlauu 1927.
Þýð.