Dvöl - 17.02.1935, Qupperneq 10

Dvöl - 17.02.1935, Qupperneq 10
10 D V Ö L 17. faör. 19o5 trónur og devtrónur, en í þeim kemur orka (energi) fram í óvæntri mynd. Þar eð þær hafa ekki neina rafhleðslu, þá fara þær í gegnum fiesta hluti, án þess að hægt sé að sýna þær með venjulegum raf- magnsáhöldum. Það var þessum eiginleika að kenna, að menn upp- götvuðu þær ekki fyr. Þær eru kraftur, sem liggja á takmörkum þess, sem menn geta skynjað enn þá, með öllum sínum hjálparmeð- ulum. Og það lítur út fyrir að meira sé til af rafmagnsfyrirbrigðum, sem haga sér líkt og eru jafn dulin og duldari mannlegum skilningavitum og vísindalegri nákvæmni en okk- ur órar fyrir. Það verður alltaf fieira og fleira, sem styður það, að lífið sé einkennileg samstilling af slíkum rafstraumum og órjúfan- legum frumeindum. Sir Prederich Gowland Hopkins forseti Royal Society’1’ sagði m. a. í fyrstu ræðu sinni sem forseti: — Er árangur atomrannsókn- anna að kasta ljósi yfir hinn raun- verulega gang lífsins? Ég hefi hitt allmarga liffræðinga, sem eru sann- færðir um það, að lífið færi sér í nyt, á einn eða annan hátt, orku atómanna, — að höfuðeinkenni lífsins sé einmitt hæfileikinn til þess að notfæra þessa orku. Hvort hægt verður að sanna þetta, er ekki hægt að segja neitt *Royal Society er öflugt visindafélagji Lond#n, Edinborg og' Dublin. Þýð. um með vissu. En hægt er að slá því föstu, í fyrsta lagi: að það er ekki ómögulegt með þeirri þekk- ingu, sem við þegar höfum á eig- inleikum og eðli rafmagns. Við rannsóknir á hinni svokölluðu mit- ogenetisku geislun, þ. e. geislun sem kemur fram þegar sella er að skifta sér, hefir það sýnt sig að lífiö sendir frá sér sína sérstöku geisla. Ef lífið er nú sérstök orka, í sérstakri mynd, og gefur frá sér sérstaka geisla, þá freistast maður til þess að halda að það hafi einnig ákveðna bylgjulengd fyrir geislun. í öðru lagi, að margir halda fast við þá kenningu, að í hinum venju- lega (fysiska) líkama, sé fléttaður annar líkami, sem er lausari í sér og óákveðnari, en hafi hinsvegar meiri orku. Þeir menn, sem geta gengið á glóandi járni, eða borið eld í höndunum, án sýnilegrar hlífðar, fullyrða, að þeir geti látið hinn orkuþrungna líkama mynda vörn fyrir hinn, sem er ur kjöti og blóði, og haldið á þann hátt eldinum frá húðinni. Ekki aðeins vél. Þegar spurt er: Iívað er dauð- inn?. þá getum við að minnsta kosti sagt, að það sé ekki aðeins vél sem stöðvast, eða efnasamsetn- ing, sem hættir að hafa áhrif. Dauðinn er skyndileg losun á lífsorku, en af henni er hægt að mæla nokkurn hluta, þann hluta, er kemur fram sem rafmagns- straumur frá því sem er að deyja.

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.