Dvöl - 10.03.1935, Blaðsíða 6

Dvöl - 10.03.1935, Blaðsíða 6
e D V Ö L 10. marz 1935 að ske. Þegar Ave Verum stóð sem hæst, snéri hinn göfugi bróð- ir Gaucher sér við í sætinu og hrumaði dimmri röddu: 1 París var mætur munkur patatau, tarabou, patatau — Allir munkarnir risu á fætur. — Hann er haldinn illum anda, hrópuðu þeir, berið hann út, ber- ið hann út! En bróðir Gaucher heyrði ekki neitt, og þegar heir dróu hann út hrópaði hann í sífellu: Patatau, tarabau, patatau! I dagrenning næsta morgun lá hann á hnjánum við fótskör á- bótans. — Það var elixírinn, herra, það var elixírinn, sem sveik mig, sagði hann og barði sér á brjóst. Hinn góði ábóti komst við af sorg hans. — Allt þetta má laga, sagði hann huggandi. Að vísu var söngurinn fremur — hm — ég vona bara að lærisveinamir hafi ekki heyrt hann. — Segið mér nú nákvæmlega hvernig þetta vildi til. Það hefir gerst við prófun elixírsins? — Eitthvað svipað og þegar Schwartz fann upp púðrið, — fórn uppfyndning- arinnar. — Ég skil. — En vinur minn. Er það nú alveg bráðnauð- synlegt að smakka þennan voða- lega elixír? — Já, því miður herra, stundi vesalings bróðir Gaucher. Styrk- leikann get ég prófað með mæli, en gíðasta keiminn, — þar treysti ég aðeins minni tungu. — Rétt, rétt, sagði ábótinn og stundi við. En hvemig er það þá við smökkunina, — er bragðið gott? Veitir það ánægju? — Ó, herra! Því miður, kjökr- aði bróðir Gaucher rauður út að eyrum. Ég hefi orðið þess var í tvö kvöld, einhver undarlegur ilm- ur, sætleild. Hinn illi hlýtur að hafa náð mér á vald sitt, og hér eftir mun ég aðeins nota mælirinn, hvað, sem keimnum líður. — Nei, sei sei nú, það dugar ekki, sagði ábótinn, við verðum að þóknast viðskiptavinunum og keiminn má ekkert skorta. — En látum okkur sjá, við hljótum að finna ráð. Hvernig væri að mæla skamratinn? Fimmtán dropar, —- tuttugu. Segjum tuttugu dropar. Hinn illi má vera meira en lítið sterkur ef hann nær þér með tutt- ugu dropa. — Og svo að lokum, — til þess að forðast hugsanleg slys, veitist þér hér með undan- þága frá því að mæta við kvöld- messu. Far nú í friði, — en teldn vel. Allan daginn vann bróðir Gaucher á bruggstofunni. Hann flokkaði jurtirnar; ljósgrænar jurtir, silfurgrænar jurtir með smáum, mjúkum blöðum, jurtir þrung-nar af sól krafti villtrar náttúru. Allt gekk vel til kvölds. En þegar hann fór að kæla elex- írinn í stóru eirstömpunum hófst þrautatíminn. Droparnir féllu í bikarinn. seytján — átján — nítján —' tuttugu. Allir runnu þeir í eim1

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.