Dvöl - 10.03.1935, Blaðsíða 8

Dvöl - 10.03.1935, Blaðsíða 8
8 D V Ö L 10. marz 1935 hverju kvöldi, þrjár flöskur. Lengur getur þetta ekki gengið og megi ég brenna í yztu! myrkrum ef ég snerti framar á þessu bruggi. Það getur einhver annar gert í minn stað. Brosin voru nú horfin af vörum ráðsins. — óhamingjusami maður, sagði féhirðirinn, þú eyðileggur okkur. Þá reis ábótinn á fætur. Göfugu bræður, sagði hann og rétti út hvíta hendina með glitr- andi innsiglishring klaustursins. Allt þetta má laga. — Er það ekki á kveldin, sonur minn, sem djöfulljnn freistar þín? — Jú, herra, á hverju kvöldi. Þegar dimma tekur, kemur ekki ósvipuð þyrming yfir mig eins og asnann hans Capiton, þegar hann sá klifberann. — Lát þú huggast, sagði ábót- inn. Héðan í frá munum við í hverju kvöldi biðja fyrir þér með orðum' hins heilaga Augustinusar. Þau fela í sér fullkomna fyrir- gefning. Það verður fyrirgefning, sem veitist á sjálfri stund synd- arinnar. Bróðir Gaucher hneigði sig djúpt. Þungu fargi var létt af sál hans. — Ég þakka. ó, ég þakka, hen-a ábóti, sagði hann. Og léttur eins og lævirki hvarf hann aftur til eirstampanna á bruggstcfunni. Allt frá þeim degi brást það ekki, að hinn þjónandi prestui- segði í messulokin: — Látum oss svo að endingu biðja fyrir hinum göfuga bróðir Gaucher, sem hættir sál sinni fyr- ir reglú vora. Oremus Domine —-• En meðan hvítu kuflarnir hnigu í bæn í mildum skuggum kórsins, saf bróðir Gaucher milli eir- stampanna í töfrandi skini rós- glugganna á gömlu kapellunni og söng sína voðalegu söngva. „í Piirís var mætur munkur, sem magnaði nunnur í dans, tran, tran, tran, tran úti i skógi, smn magnáði nunnur í dans — Hér lauk presturinn skyndilega sögunni. — Ef sóknarbörnin heyrðu nú til mín. Ilamingjan hjálpi mér! Þ. B. þýddí. Frægur fiðlusnillingur hélt hljóm leika í smábæ,_,en var óánægðui' með það, er blaðið þar á staðnurn birti um hljómleikana að þeim afstöðnum. Hann fór því 'til rib stjórans, sem hann hafði talað við áður, og kvartaði undan því, «r honum þótti ábótavant. — Heyrið þér ritstjóri. Var ég ekki margsinnis búinn að segja yður, að þér skylduð geta um það, að ég leik á Stradivarius-fiðlu. — Jú, svaraði ritstjórinn þurrlega- — Hversvegna nefnduð þér það þá ekki? — Ég vÍ8si vel hvað| ég var a® gera. Ef Stradivarius-verksmiðjaá einhverntíma auglýsir hjá mér, þ» skal ég geta um það — en fyr ekki.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.