Dvöl - 01.09.1935, Page 2

Dvöl - 01.09.1935, Page 2
2 D V 1. september 1925 Kýmnisögur. Séra Jóakim fór snemraa að inorgni til Benjamíns rakara í því skyni að láta raka sig. En þegar til kom var Benjamín svo skjálf- hentur að presturinn var með lífið í lúkunum af hræðslu, enda fór svo að lokum að Benjamín skar prest í hökuna. Séra Jóakim vildi nú vanda um við Benjamín og tautaði: Viský, viský, viský! — Ojá, séra Jóakim, svaraði Benja- mín, þegar hann heyrði þetta. Maður verður skinnveikur af því að drekka mikið af viský. Maður nokkur var að skoða vitfirringahæli, Hann fékk að fara þar um allt og tala við sjúkling- ana. Loks hitti hann þar mann í gráum hlífðarkirtli. Maður þessi var alleinkennilegur útlits, sérstak- lega voru augu hans óviðkunnan- lega starandi. — Vesalingurinn, sagði aðkomu- maðurinn hrærður, hafið þér verið hér lengi? — Herra minnj svaraði hinn, ég er ekki sjúklingur hér. Eg er hælislæknirinn. Aðkomumaðurinn fyrirvarð sig niður fyrir allar hellur, vissi ekkert, hvað hann átti af sér að gera, og baðst afsökunar af öllum mætti. — Verið alveg rólegur, svaraði hinn. Slík misgrip sem þessi eru afsakanleg. Læknarnir hafa í raun Ö L og veru ekkert fram yfir sjúkling- ana nema menntunÍDa. Keun a r i n n: Hvernig í ósköp- unum dettur yður í hug að skrifa annað eins og þetta? Nemandinn: Ég tók þessi orð eftir Diekens. Kennarinn: Já, þetta er snilldarlega að orði komizt. Diddi litli hefir reynzt töluvert fyrir neðan meðallag í skólanum hvað gáfur snertir, og er þvf á- kveðið að gera vísindalega rann- sókn á gáfnafari hans. — Hvað hefur kötturinn mörg eyru, er fyrsta spurningin, sem sálfræðingurinn leggur fyrir hann. — Hann hefir tvö eyru, svarar Diddi. — En hve mörg augu hefir hann? — Tvö augu. — En hve marga fætur? — Hvað er þetta, svarar Diddi, hefirðu aldrei séð kött? — Hversvegna hefir giraffinn svona langan háls, pabbi? — Svo að hann nái til að bíta laufið af trjánum. — En hversvegna eru trén svona há. — Til þess að gíraffinn þurfi ekki að beygja sig. — Heldurðu að þú gætir lifað á 25 kr. á viku? — Eg skal reyna, komdu með 25 krónur.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.