Dvöl - 01.09.1935, Blaðsíða 3

Dvöl - 01.09.1935, Blaðsíða 3
!• september 1935 D V O L 3 Fullkominn eiginmaður — og fullkomin eiginkona. Eftir Charles Kingsley. Frúr, sagði Don Guzman, — ei' við Spánverjar erum afbrýðis í'amari en aðrar þjóðir, er það vegna þess, að við elskum heit- ara. Ég gæti sagt sannar sögur um' staðfesti og ást spænskra eig- inmanna, sem taka fram liinum glæsilegustu æfintýrum, er skáldin semja um sama efni. — Getið þér það? Þá skorum við á yður að segja okkur eina slíka. — Ég óttast bara, að hún verði of löng. — Því lengri, því betra, sögðu frúrnar. Don Guzman lét tilleið- ast, settist niður og hóf sögu sína: — Mínar heiðruðu og fögru frúr! Þér hafið án efa heyrt um það fyr en nú, þegar Sebastian Cabota fyrir fjörutíu og fimm ár- Um síðan sigldi í erindum Karls keisara fimmta til að uppgötva gulllöndin: Farshish, Ophir ogCi- pango. Vegna þess að hann vantaði vistir, stöðvaðist hann við mynni stórfljótsins suðurameríska, sem hann nefndi Rio de la Plata, og þegar hann sigldi upþ eftir fljót- inu, fann hann hið frjósama land Paraguay. Allt þetta vitið þér eflaust áð- ur, mínar heiðruð frúr, en vera má, að þér vitið ekki um vígið, seni hann reisti, og enn í dag heitir Cabots turn — né hina ein- kennilegu sögu, seni gerir þann stað að nokkurskonar helgidómi allra sannra elskenda. — — Þeg- ar hann snéri aftur til Spánar ár- ið eftir, skildi hann eftir hundrað og tuttugu manna setulið í víg- inu undir stjórn Nuno de Lara, Ruiz Moschera og Sebastian da Tiurtado. í þessu vígi varð einnig eftir kona Hurtado, Miranda, sem hafði verið jafnfræg við hirð keisarans á Spáni fyrir óviðjafn- anlega fegurð og óviðjafnanlegar gáfur. Iiún hafði vikið frá glæsi- leika hirðlífsins og gifzt fátæk- um æfintýramanni, sem hún svo fýlgdi á hættulegum ferðum út um víða veröld. — Mangora, höfðingi Indíánanna l’arna í nánd við vígið, hafði á einhvern hátt komizt í kynni við Lara og var kært með þeim. Mangora hafði því átt þess kost að líta Míranda augum, og eftir það hugsaði þessi villimanna- höfðingi ekki um annað en að ná henni á sitt vald. Ilann gerði Hurtado heimboð og bað hann hafa konu sína með, en Hurtado,

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.