Dvöl - 01.09.1935, Qupperneq 14

Dvöl - 01.09.1935, Qupperneq 14
14 D V 1. september 1935 skilti á bæverskum kastala, er byggður var kar í sandinum og nefndur var ,,Nymphenburg“. Var skilti þetta samsett úr svört- um og hvítum skeljum og hin mesta gersemi. Föreldrar barn- anna, er byggt höfðu kastalann, ætluðu alveg af göflunum að ganga og fékk Lísa, sem stöðugt var í humátt á eftir Helgu og Dieter, ógurlega ádrepu fyrir þetta, og var það aðeins hinn sakleysislegi svipur hennar og bændamállýzka, sem bjargaði henni frá frekari rekistefnu. Ef pabbi og mamma hefðu haft nokkra hugmynd um| þessi afrek barna sinna, er hætt við að Lísa hefði orðið að yfirgefa stöðu sína þá þegar og jafnframt verða af þeim peningahagnaði, er henni fylgdi. En þar sem hvorki Lísa né börnin létu nokkurs getið, voru engar ráðstafanir gerðar í þá átt og Lísa hélt áfram að gæta barnanna, þangað til einu sinni að kvöldi til að hún sagði: — Ég kem ekki á morgun. — Hversvegna ekki? — Ég verð að vera heima, því kýrin okkar á að bera á mörgun. Kyrrð. Þögn. Ró. Helga, og Dieter stóðu þögul og hugsandi. Daginn eftir sýndu þau foreldrum sínum' aðdáanlega umhyggjusemi, er þau ætluðu að sofna, miðdeg- isblundinn og buðust til þess að ónáða þau ekkert, heldur leika knattleik úti á blettinum þang- að til Lísa kæmi. Ö L Til þorpsins var þriggja stund- arfjórðunga gangur. Alla þessa leið má.tti heita áð Helga og Dieter hlypu í einum spretti. Þeg- ar þangað kom var þar mjög fátt manna, en þó gátu þau spurzt fyrir um, hvar húsið hans Bie- nenweg fiskimanns væri. Þau staðnæmdust andspænis húsinu og horfðu gaumgæfilega á það langa stund, en engin hreyfing var þar sjáanleg. Að því loknu gengu þau yfir götuna, heim að liúsinu, toku í handfangið, en dyrnar voru læstar. Þá fóru þau bak við húsið, inn í húsagarðinn, en hittu þar ekkert nema hænsn- in. Rétt í þessu heyrðu þau kú baula, læddust að fjósdyrunum, opnuðu þær og stóðu frammi fyrir Lísu. En þetta var allt önn- ur Lísa en sú, er þau höfðu átt að venj ast. Hún ■ var ekki klædd öðru en skyrtu og grænröndóttu prjónapilsi og hafði tréskó á fót- um. Hún hélt vörð þarna í fjós- inu. Bienenweg, pabbi hennar, var á álaveiðum en mamma henn- ar úti á kartöfluakrinum. Þau álitu öllu óhætt, því þau bjugg- ust ekki við að Lína — en svo hét kýrin — myndi bera fyrr en um nóttina,. — Jæja, þið eruð þarna, sagði þessi nýja Lísa. Ég svo sem vissi að þið mynduð koma. Setjist þið nú á fötuna þarna og látið ekki bæra á ykkur. Og hvað skeður? Helga og Dieter, sem ætíð settu sig á svo

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.