Dvöl - 01.09.1935, Síða 5

Dvöl - 01.09.1935, Síða 5
1- scptember 1935 D V 5 honum um allar vammir og skammir, og spurði, hvernig hon- um gæti dottið í hug-, að eigin- 1 ona kristins Spánverja sykki svo djúpt að verða frilla hundheiðins villimanns. Með þessu vonaðist kin óg’æfusama kona eftir að gera hann svo reiðan, að hann léci drepa hana strax. En það var ekki því að heilsa. Höfðinginn lét leysa af henni fjötrana, fékk henni sérstakan íiofa til umráða, jós í hana gjöf- um og villimánnagersemum, og hagaði sér eins og hinn kurteis- asti riddari gagnvart henni í nokkrar vikur. Auðvitað varð þetta henni að- eins til enn rneiri kvalar og ar- mæðu. Þrír mánuðir og meira til liðu ]?annig. Þá var það einn dag, er hún gekk niður að ánni eftir vatni, ásamt hinum konum höfðingjans, að hún sá allt í einu mann hinu- megin á árbakkanum. Þetta var hvítur maður í spönskum búningi, sem raunar var ekki orðinn ann- að en tötrar einir. Maðurinn lcom auga á hana, hrópaði nafn henn- ar og kastaði sér til sunds. Þegar hann náði landi, stóð hann á fæt- ur og greip hana í faðm' sér. Þetta var Don Sebastian sjálfur. Þegar hann fann rústir vígisins, grunaði hann, hvernig farið hefði, og lagði af stað einn síns liðs út í myrkviðinn að leita konu 0 L sinnar, sem hann nú fann að lok- um. llver getur lýst fögnuðinum — og hver getur á hinn bóginn lýst skelfingunni við þessa endurfundi þeirra? Indíánakonurnar höfðu flúið óttaslegnar og hinar stuttu, tíu mínútur, sem elskendurnir feng'u að vera í friði, liðu í einum löngum kossi. En livað áttu þau að gera? Að fara lengra inn í landið, var sama og að ganga út í opinn dauðann. Hann reyndi að synda með hana yfir ána, en með því, að hann var yfirkominn af þreytu og hungri, varð hann að hætta við það, og gat með naum- indum dregið hana upp á bakk- ann aftur. En nú var friðurinn á enda. Konurnar höfðu sagt f rá þessu í þorpinu og í samá vet- fangi voru þau umkringd af öll- um hermönnum höfðingj ans. Don Sebastian lyfti armi sínum1 og ætlaði að stytta lvonu sinni stund- ir með eigin hendi, en hönd hans hneig niður aftur, og samstundis var hann gripinn aftan frá og færöur burt í böndum. Indíána- höfðinginn skipaði að binda hann við tré og skjóta hann til bana með örfum þegar í stað. Miranda féll höfðingjanum grátandi til fóta og bað hann um miskunn. Höfðinginn kvaðst myndi gefa manninum líf, ef hún giftist sér, annars ekki. Don Se- bastian kallaði til hennar og bað hana að hugsa meira um sálu- hjálpina en líkamann. En Mir-

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.