Dvöl - 01.09.1935, Blaðsíða 11

Dvöl - 01.09.1935, Blaðsíða 11
1. september 1935 D V Ö L 11 G á t a n Hvar hiður varmur vangi og augans glóð og varir, sem að titra af hœn og þrá? Hvert stefnir allt það órólega blóð, sem inni fyrir hyltist til og frá! Hvers vœnta snjóhvít hrjóst og hylgjukvík og barmur, sem að stigur létt og ótt? Hvað tákna hálfsögð orð og augnahlik, sem allt er kyrrt og gleyrrit og dauðahljótt? Jeg skil það allt á einn og sama veg: Það er að leita að samúð likt og ég. Eg svara engu orði — þessi kennd, er ör að spyrja, en fremur svaratreg. Hún þráir aðeins eina sanna lausn á öllum sínum gátum: hún er sú að finna og njóta — hún treystir engri trú, hún tekur sitt, en gefur Uka af rausn. Hún trúir engu tali um dauða og synd! hún tekur lifið gilt á meðan er og telur árin ekki á fingrum sjer! það eitt er vist: að hamingjan er blind á allar hœttur! hótanir og hönn hún heyrir aldrei — nautnin ein er sönn. Að njóta heitir lífsins œðsta list! að lifa, er tál ef gáfan sú er misst. Hver heitir lifi Himnarikisvist, sem hrœðist mestu sælu á jörðu hér, og dæmir Víti vigða hverja list, sem vitnar hest hvað himnaríki er? Hvi skyldi forðast fegurð lifsins mest, en falla á kné i hæn við skriftastól þess valds, sem kennir: varúðin er hezt; sú villaji stœrst: að leita og reyna flest.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.