Dvöl - 01.09.1935, Side 8

Dvöl - 01.09.1935, Side 8
 8 D V Ö L 1. september 1935 H v i s 1 Eftir Allan N. Monkhouse „Ég- heyri ekki, hvað þið hvísl- ið“. Hvaðan var þetta? Það hafði ásótt hann í marga, daga. Frá ein- hverju skáldi Elísabetartímabils- ins? Vebster — áreiðanlega. Hann greip bókina og leitaði —. Hér var það í „Hertogafrúin af Mal- fi“. Brjálæði og limlesting ann- arra beit ekki hót á hana. En hvíslið---------- Hvísl, hvísl. Hvenær hóf það sitt afleiðingaríka, hlutverk í lít'i hans. Hann rakti sundur í huga sér löngu liðna atburði. Hann minntist bernskunnar. Hann sat við teborðið í hópi eystkina sinna. Þau höfðu sinn eigin fé- lagsskap, þar sem hann var venjulega útilokaður. Jóan og Alfred sátu alltaf saman. Þau hvísluðust á, um hann, móti hon- uml Fóstran var vön að segja: „Engar hvíslingar", og minna þau á, að þetta var ókurteisi. Stundum barði hann skeiðinni sinni í borðið og hrópaði: „Þau eru að hvísla“. En fóstran svar- aði: „Hróp er Jafn ljótt“. Auð- vitað var þetta ekki rétt. Átti ekki að hrópa sannleikann, þegar lyginni var hvíslað. Bara að pabbi og mamma töluðu ekki um hann svona sín á mjlli. Því töluðu þau ekki við hann. Fortíðin sameinaðist nútíðinni. ITann greindi tæpast minningarn- ar frá hugsunum líðandi stundar, bernskuna frá fullorðinsárunum. Faðir hans hafði sagt honum frá Hvíslsalnunr — forhöllinni í Sc. Pálskirkjunni. Hvelfing dómkirkj unnar greip hið minnsta hljóð og kastaði því margföldu frá ein- uml vegg til annars. Hann hugs aði oft urn þetta. Það var furðu- legt. En þurfti ekki tvo að hvísla? Var hægt að hvísla út í loftið? Geturðu hvíslað að eng- um? Ilvað varð af öllu hvíslinu í hvolfi dómkirkjunnar ? í skólanum varð hann að læra „Forna sæfarann" og -hann áleit það mesta kvæði heimsins. Ef hann átti að færa rök fyrir þeirri skoðun heima, þá tilfærði hann: „Úr fjarlægð sveif hvísl yfir dáleidda- dröfn og draugaskipið var brott“. Það var beðið árangurslaust eftir meira. Hann taldi þetta nóg. Móðir hans sagði, að hann væri undarlegur drengur, faðir hans horfði á hann hugsandi og sagði, að hann hefði valið tilvitnunina vel. Ilann sá, að Jóan og Alfred hvísluðust á. Já, alla æfina hafði hann verlð settur hjá. Ekki aðeins með ihvíslinu, það var bafa tákn alls hins.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.