Dvöl - 01.09.1935, Qupperneq 4

Dvöl - 01.09.1935, Qupperneq 4
4 D V O L 1. soptembcr 1035 sem sá hvar fiskur lá undir steini, en vildi hinsvegar ekki styggja höfðingjann að óþörfu, afsakaði sig kurteislega og fór hvergi. En svo rak að því að vist- ir Spánverjanna í víginu voru að þrotum komnar. Don Hurtado og Don Moschera fóru þá, ásamt fimmtíu hermönnum upp eftir ánni í vistaleiðangur. Mangora vissi um þetta og not- aði tækifærið. I runnum og hin- um hávaxna grasgróðri í ná- munda við vígið faldi ha,nn fjög- ur þúsund Indíána, en kom sjálf ur til vígisins með þrátíu mlenn, sem báru þungar byrðar af korni, ávöxtum, kjöti og hinum ljúf- fengustu fæðutegundum, sem til voru í skógarríki hans. Með bros á vörum tjáði hann hinum grun- lausa Lara, sem nú gætti vígisins, að sér þætti leitt, ef Spánverjar væru að verða uppiskroppa með mat. Hann bað hann því ð gera sér þann heiður að taka við þess- um matvælum að gjöf. Eins og hann hal'ði búizt við, bauð Lara honum inn í vígið, til að bragða hið spánska vín. Indíánahöfðinginn og hinir þrjá tíu fantar hans fóru nú inn í víg- ið og þar var sezt að drykkju og drukkið fast. Mangora bað um að fá að sjá Miranda, en hún hafði lokað sig inni. Að lokum' tóku Spánverjarnir á sig náðir, en varla voru þeir sofnaðir, þeg- ar fjögur þúsund hermenn Indí- ánanna ruddust inn í vígið. Allir Spánverjarnir voru drepnir, nema Miranda og íjórar aðrar l;onui' og börn. Þessir bandingjar voru leiddir á brott og voru á ferðinni um skóginn alla nóttina. í dögun var Miranda leidd fyrir Indíánahöfðingjann til að hlusta á dóm sinn. fmyndið yður undrun hennar, þegar hún leit upp og sá, að það vai' ekki Mangora. Vonar- r.eisti kviknaði hjá henni og hún spurði, hvar Mangora væri. — Iiann var drepinn í nótt, sagði höfðinginn, — og nú er ég, Siripa, bróðir hans, höfðingi Indíánanna. Þetta var rétt. Þegar Lara vaknaði um nóttina og sá hvers- liyns var, hafði hann orðið óður, af víninu, sem hann hafði drukk- ið, og af reiði gegn svikaranum. Hann þreif sverð sitt og ruddist inn í villimannaþvöguna, hams- laus af sárum og æsingi, náði Mangora og drap hann á staðn- um, en í bræði sinni skeytti hann engu. öðru og féll því af ótal sár- um, áður en hann hugsaði til und- ankomu. — Já, sagði Indíánahöfðinginn nýi, — bróðir minn tefldi djarf't og tapaði, en það, sem1 hann tefldi um, var vel þess virði, að eitt- hvað væri í hættu lagt. Þér get- ið ekki orðið drottning hans eins og nú er komið, og verðið því að gera yður að góðu að gerast drottning m í n. Miranda svaraði honum öllu illu í örvæntingu sinni, brigslaði

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.