Dvöl - 01.09.1935, Blaðsíða 13

Dvöl - 01.09.1935, Blaðsíða 13
1. septomber 1935 D V 13 hið hannoveranska málfar. Sak- laus á svip, eins og' englar, gerðu ]’au gys að henni og kappkostuðu að vera flámælt eins og hún. Eft- ir rúmlega vikutíma gafst Óma grátandi upp fyrir harðýðgi þess- ara nútíðarbarna, og þegar hún daginn eftir fann stærðar mar- gl.vttu í öðrum inniskónum sín- um', fór hún sinn veg. Nú urðu þau pabbi og mamma að leggja á ráðin um, hvernig helzt mætti takast að nota þær þrjár vikurnar, sem eftir voru af sumarleyfinu, til þess að koma, taúgum pabba í lag, en þær voru í því ástandi, að langt var fyrir neðan meðallag, jafnvel þó miðað væri \dð íbúa Berlínarborgar. Samkvæmt þeirri reglu, að börn hafi helzt áhrif á börn, réðu þau til sín fjórtán ára gamla, telpu, dóttur sjómanns þar í þorpinu. Hún átti nú að vera, hvorttveggja í senn, leiksystir og eftirlitsmað- ur Helgu og Dieters. Um kvöldið þegar þetta allt var afráðið, gátu börnin ekki sofnað. I fyrsta. lagi var búið að lofa þeim því, að þau skyldu fá að leika sér framvegis við fiski- mannsdóttur, sem héti Lísa Ahlf, og í öðru lagi var hún stjúp- barn, því pabbi hennar iiét A1 bert Bienenweg. Þetta var fyrsta stjúpbarnið, sem Helga og Dieter höfðu heyrt getið um — og það olli þeim mikilla heilabrota.. Lísa Ahlf kom og var öllum til vonbrigða. Iíún var í hvítum ull- Ö L arsokkum og í stykkjótta sunnu- dagakjólnum sínum. Lítil, gul hárflétta stóð eins og stýri aftur af hnakka, hennar, og hún var hálf-feimin frammi fyrír börn- unum. Ef hún hefði ekki haft svo skær og einbeittnisleg augu, er hætt við að pabbi og mamma. hefðu enn einu sinni gefizt upp. En nú gaf pabbi svofelldan úr- skurð: Við látum þau öll þrjú sjá umi sig sjálf. Og nú í fyrsta skipti fóru þau pabbi og mamma alein í langa gönguferð. — Klæjar þig ekki undan ull- arsokkunum ? spurði Helga og benti á granna fótleggi Lísu. — Ojæja, svaraði Lísa með pommverskum málhreim. Ég læt það allt vera. — Hversvegna, ertu þá ekki í silkisokkum? var næsta spurn- ing. — Þessir sokkar eru búnir til ur ull af kindunum okkar. — Af kindunum okkar! .hróp- uðu börnin himinglöð og dönsuðu í kringum Lísu. Þetta átti víst að vera einliverskonar kindadans og fylgdu honum' hin mögnuðustu óp og óhljóð. Þessu næst fóru þau, án þess að taka nieira tillit til Lísu, nið- ur að sjó. Þar gerðu þau sitt til að hleypa öllu í bál og brand, með því að haga sér eins og „alveg hræðilegir óknyttaangar“. Meðal annars hvolfdu þau úr nestis- körfu á einum staðnum og á öðrum stað eyðilögðu þau nafn-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.