Dvöl - 31.12.1935, Blaðsíða 8

Dvöl - 31.12.1935, Blaðsíða 8
8 D V Ö L 31. des. 1935 lians og dyggðir, og endaði með því, að segja mér, að Arthur hefði ekki alls fyrir löngu orðið fyrir vonbrigðum i ástainálum. Henni liafði ekki tekizt að kom- ast fyrir um einstaka atburði, en það eitt var víst, að presturinn hafði ekki verið sami maður eft- ir. Hann hafði orðið magur og fyrirgengilegur, og hann átti eitt- hvað til minningar um stúlkuna, í litlum rósatrékassa, sem hann gevmdi vandlega niðri í skrif- borði sinu. .,Rg hef oft komið að honum, þar sem hann hefir setið með þenna kassa fvrir framan sig,“ sagði gamla konan, „en jafnskjóti og ' einhver hefir komið, hefir hann flýtt sér að læsa hann nið- ur.“ Seinna um daginn, er við vor- um úti að róa, greip ég tækifærið. „Arthur‘\ sagði ég, „þú hefir aJdrei sagt mér, að þú hafir elsk- að aðra stúlku en mig. En frú Gurley hefir sagt mér frá þvi,“ bætti ég við, til þess að hann skyldi ekki revna nein undan- brögð. Mér finnst andstyggilegt, að heyra karlmann ljúga. „Áður en þú komst“, sagði hann og horfðist rólega i augu við mig, „unni ég annari konu. „Úr þvi að þú veizt það, skal ég vera hreinskilinn við þig.“ „Ég bíð,“ sagði ég. „Ida mín“, sagði Arthur — ég var auðvitað kölluð réttu nafni meðan ég var i Soundport — „ást mín til þessarar konu var alger- lega andlegs eðlis. Þó að hún vekti dýpstu og viðkvæmustu til- finningar mínar, og væri, að þvi er inér virtist þá, hámark lcven- legrar fullkomnunar, þá hef ég aldrei hitt liana eða talað við Iiana. Það var algerlega hugræn ást. Ást mín á þér, er það að visu einnig, en á allt annan hátt. Von- andi læturðu þetta ekki varpa skugga á hamingju okkar.“ „Var hún falleg?“ spurði ég. „Já, liún var mjög falleg.“ „Sástu liana oft?“ spurði ég. „Ég sá hana nokkrum sinn- um „Og alltaf tilsýndar?“ „Svo mátti það heita.“ „Og þú elskaðir hana?“ „Mér fannsi hún vera full- komnun kvenlegrar fegurðar og yndisþokka,“ sagði Arthur. „Og þessi minjagripur, sem þú geymir svo vandlega — er hann til minningar um hana?“ „Já.“ „Sendi liún þér hann?“ „Ég fékk hann frá henni.“ „Kom liann einhverjar króka- leiðir?“ „Já, að vissu leyti, og þó fór hann ekki á milli fleiri.“ „Hversvegna hittirðu hana aldrei?“ spurði ég. „Hún var hátt yfir mig hafin,“ svaraði Artliur. „En góð Ida mín, þetta tilheyrir alltsaman fortið- inni. Þú ert þó vonandi ekki af- brýðissöm?“

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.