Dvöl - 31.12.1935, Blaðsíða 30

Dvöl - 31.12.1935, Blaðsíða 30
30 D V 31. des. 1935 um og við tókumst í hendur með mestu alúð. „How d0 you do“, kom frá báðum. — Annars vegar var vel siðaður Evrópumaður í rúð- óttum sportfötum í hnéháum tog- leðursstígvélum, vel rakaður og greiddur. Það lagði sápuilm af honum, sem hin skerptu þeffæri villimannsins fundu langar leiðir. — Hinsvegar var útilegumaður, klæddur skítugum lörfum, svart- ur af lýsi og sóti, með langt ó- greitt hár og skegg og andlit, sem ekki sá hvítan lit á vegna óhrein- inda eftir veturinn og engin leið hafði verið að ná af með heitu vatni, tuskum, mosa eða jafnvel hníf. Enginn vissi hver hann var eða hvaðan hann kom“. Þeir röbbuðu nú saman dálitla stund. — Englendingar hafa aldrei fengið orð fyrir að vera spurulir. En allt í einu stanzar Jackson, hvessir augu á komu- mann og segir: „Ert þú ekki Nansen“? — „Jú“, segir hinn. — „Þá skal hamingjan vita, að ég er feginn að sjá yður“. Hér með var raunum þeirra fé- laga lokið. Jackson hafði bæki- stöð sína skammt frá við Flóru- höfða, syðst á Franz Jóseps landi. Þar lögðu þeir af sér álagaham íshafsins og fengu ný föt. Er vafasamt að nokkur syndari verði fegnari að sleppa inn í Paradís heldur en þeir urðu skiptunum. — Ekki höfðu þeir þó hafst illa við um veturinn. Nansen vóg nú 92 kg. og hafði þyngst um 10 kg. Ö L síðan hann yfirgaf Fram, en Jo- hansen 75 kg og hafði þyngst urn 6 kg. Mánuði seinna fóru þeir heim- leiðis með ensku skipi, og komu — sama dag og Fram losnaði úr ísnum — til Vardöy 13. ág. 1896, eftir þriggja ára útivist. Fáum dögum síðar barst sú gleðifregn, að Fram væri kominn heim. Það er vert að vekja athygli á því, að þetta gerðist allt áður en öld loftskeyta og útvarps rann upp. Við svona för voru þá tengd- ar miklu sterkari vonir, meiri ótti og meiri gleði eða sorg, held- ur en nú gerist, þegar jafnharðan er hægt að fylgjast með hverj- um atburði, sem gerist í fjar- lægðinni. Nansen hafði sigrað. Hrak- spárnar, sem fylgdu honum af stað, urðu að engu. Allar dyr stóðu honum optiar og hann var á næstu árum hylltur af fjölda vísindastofnunum víðsvegar um heim. —------ Hér lýkur þættinum um norð- urför Frams og svaðilför þeirra. Nansens og Johansen. En með því er aðeins litlum þætti lýst úr langri æfi Friðþjófs Nansens. Hann kom á næstu árum mjög við sögu Noregs og var meðal þeirra viljasterku manna, sem fastast fylktu sér um sjálfstæðis- kröfur þjóðar sinnar árið 1905. Friðþjófur Nansen gerði Noreg stærri, þótt hann helgaði honum ekkert nýtt land. Og hann varpaði

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.