Dvöl - 31.12.1935, Blaðsíða 29

Dvöl - 31.12.1935, Blaðsíða 29
31. des. 1935 D V Ö L 29 Að morgninum suðu þeir kjötið í vatni og drukku soðið, á kvöldin steiktu þeir buff. Þetta borðuðu þeir á hverjum degi allan vetur- inn og höfðu allt af beztu matar- lyst og beztu heilsu. Eina tilbreyt- mgin var í því fólgin að dýfa kjötbitunum í lýsi eða þá að kraka hálfbrennda spikbita úr lömpunum og stinga upp í sig. Það kölluðu þeir „bakkelsi". — Það lítið, sem þeir áttu eftir af brauði og mjölmat ætluðu þeir að spara til vorsins, en svo myglaði allt og var orðið ónýtt þegar til átti að taka. Bjamdýr komu allt- af öðru hvoru í nánd við kofann og aldrei varð þeim matfátt. Ref- ir voru hvimleiðir. Þeir trömpuðu á kofaþakinu og stálu öllu laus- legu úti við og báru í burtu — jafnvel hitamælinum. Þarna dvöldu þeir þangað til 19. rnaí 1896 — eða nærn 9 mánuði. Þann dag hófu þeir ferð sína á ný, eftir að hafa undirbúið hana eftir föngum. Föt höfðu þeir saumað sér úr ullarteppum og svefnpoka úr bjarnarfeldum. í nestið höfðu þeir hálfþurrkað bjarndýraket, en lýsi og spik til að sjóða við. Tjald höfðu þeir nú ekkert, því refirnir höfðu tætt það í sundur um veturinn. Segir eklti af ferðum þeirra suður með landi, ýmist yfir sund og firði eða fyrir nes og höfða, stundum með sleðana í eftirdragi, stundum á húðkeipum innan um íshroða. Einu sinni þegar Nansen var að leggja bátnum sínum að ísskör, reis allt í einu rostungur úr kafinu og setti framhreifana upp á bátinn til að hvolfa honum og jafnframt hjó hann tönnunum í hliðina á húðkeipnum. Nansen reyndi að vama því að bátnum hvolfdi og færði árina af öllu afli í hausinn á rostungnum. Sleppti hann þá hreifanum af bátnum en reisti sig hátt upp úr vatninu, eins og hann ætlaði að ráðast á liátinn á nýjan leik. Nansen þreif til byssunnar, en í sama bili sneri íostungurinn sér við og hvarf í djúpið jafn skyndilega og hann hafði komið. Gat hafði komið á bátinn og komst Nansen við illan leik upp á skörina, áður en bát- urinn sykki. Daginn eftir að þetta vildi til sátu þeir félagar um kyrrt til að bæta götin á bátnum eftir rost- ungstennurnar og til að þurrka dót sitt, sem blautt hafði orðið. Nansen þóttist þá heyra hundgá innan af ströndinni og gekk af stað í áttina til að skyggnast um. Hann hafði ekki gengið langt, er hann sá mann koma á móti sér. Hundur fylgdi honum og heyrði Nansen, er þeir nálguðust, að hann talaði til seppa á ensku. Þóttist Nansen þá draga kennsl á Mr. Jackson, foringja enska leið- angursins, sem átti að vera á Franz Jóseps landi um þessar mundir. ' Nansen segir svo frá fundum þeirra Jackson: „Ég lyfti hattin-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.