Dvöl - 31.12.1935, Blaðsíða 15

Dvöl - 31.12.1935, Blaðsíða 15
31. des. 1935 D V Ö L 15 lausa glugga, gerði hann c.nn skuggalegri og tómlegri. Nokkur hrörleg borð með rykugum glös- um á, kúluspilsborð upp á end- ann, gulur leguhekkur og fornfá- legt skrifborð virtust sofa ]5arna i þungri og óhollri hitasvækjunni. Og flugurnar! Aldrei á æfi minni hafði ég séð slíkan fjölda. neðan á loftinu, á gluggarúðun- um, i glösunum, i haugum . . . Þegar ég opnaði hurðina hófst suðið og sveimið umhverfis mig, eins og ég hefði komið inn i bý- flugnabú. Hinumegin i herberginu, i gluggaskotinu, stóð kona. Hún stóð uppi við gluggann og starði út. Ég kallaði tvisvar fil hennar. „Veitingakona!“ Hún kom hægt og hægt, ves- aldarleg bóndakona, sprungin og hrukkótt i andliti, fölléit, klædd eins og kerling, með borðum og kniplingum. En þrátt fjrrir allt þetta var hún samt ekki gömul, en hún var ellileg af gráti. „Hvers óskið þér?“ spurði hún og' þurrkaði sér um augun. „Setjast niður stundarkorn og fá eitthvað að drekka.“ Hún horfði undrandi á mig og hreyfði hvorki liönd né fót. eins og hún botnaði ekkert í þessu. „Hvað, er þetta ekki veitinga- hús ?“ Konan brosti. „Jú, þetta er veitingahvis, ef þér eruð að spyrja að því . . . En af hverju farið þér ekki hinu- megin, eins og allir aðrir? Það er miklu skemmtilegra þar . . . “ „Þetta er nógu skemmtilegt handa mér — ég vil heldur vera hér.“ Og svo settist ég við eitt borðið, án þess að biða eftir svari. Þegar veitingakonunni varð Ijóst, að mér var alvara, tók liún til óspilltra málanna, opnaði skúffu, tók fram flöskur, þurrkaði glös og fældi frá sér flugurnar. Ég fann, að henni þótti mikið varið i að mega afgreiða ferða- mann. Alltaf öðru hvoru hætti hún og fól andlitið í höndum sér, eins og hún örvænti um að geta nokkurntíma uppfvllt þær skyld- ur, sem i þessu voru fólgnar. Síð- an fór hún niður i kjallarann. Ég héyrði hana hringla lyklum, sín- um, snúa þeim í skránum, leita i brauðkassanum, mása og blása rykið af og þvo ílát. Við og við kom andvarp, nálfkæfður ekki. Eftir stundarfjórðung setti hún fyrir framan mig fullan disk af þornuðum vínberjum, gamlan, grjótharðan, hrauðhleif og flösku með súru víni. „Gjörið þér svo vel,“ sagði hún og fór svo aftur i gamla staðinn við gluggann. Meðan ég át og drakk, var ég að reyna að fá hana til að tala við mig. „Ég er hræddur um að þér fá- ið ekki marga gesti liingað ?“ „Ó, nei, herra minn. Aldrei neinn ... Þegar þetta var eina

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.