Dvöl - 31.12.1935, Blaðsíða 17

Dvöl - 31.12.1935, Blaðsíða 17
31. des. 1935 D V Ö L 17 Reikningsskil Eftir Martin Andersen-Nexö Skógurinn inni á ásunum sef- ur. Hann er hulinn svo miklum hvítum og hreinum vetrarsnjó, að það sést engin lögun á honum. Aðeins, þar sem fuglar hafa sezt, skín í naktar, dökkar og ömur- legar greinar. Djúp gilin, lvngið og naktar klappirnar eru þaktar snjó. Og grannvaxið einiberja- Iréð er orðið bogið undan þunga hvítra ískrystalla. Það er mikill snjór í djúpu grjótnámunni neðan.undir ásn- um. Yerkamennirnir verða að moka honum og aka burtu, til þess að komast að klöppinni. í moldarlaginu ofan á henni koiiia rætur grenitrjánna i ljós, og langir ísströnglar hanga neðan i þeim. Niðri á láglendinu er allt hul- ið snjó eins langt og augað eygir alla leið niður að hafinu, sem liggur í liálfrar mílu fjarlægð, þakið rekís. Á snævi þakið landið falla mildir Og bláhvitir sólargeislarnir. En skin sólar- innar er máttlítið og lífvana. ■ Niðri við hafið er dálitið þorp. Tilveru sína á ])að klöppunum aði á .Tose sinn syngja við veit- ingakonuna frá Arles: „Sá fyrsti sagði: ,SæI vertn, góða mín! ...“ Þ. G. þýddi. að þakka. Húsin snúa mörgum, litlum rúðum að grjötnámunni, þar sem fyrirvinna fjölskyldunn- ar eyðir deginum. .Törðin er ó- frjó mestmegnis klappir. En jafn- vel klappirnar verða að brauði og .veita það, sem þarf til við- halds lifinu stundum minna, aldrei meira. Það skín i rauð þökin í gegn- um hvítan snjóinn á litlu húsun- um í þorpinu. Þetta sambland hins rauða og Iivíta litar er lik- ast því, að liafnir væru uppi fán- ar lil Iieiðurs fátæktinni. Langt inni yfir landinu er sól- in að ganga til viðar. Og snjór- inn fær daufan rósrauðan lii. Upp frá hverjum reykháf í þorp- inu liður reykur blár reykur beint upp í loftið. Það er hin fálæklega fóru arinsins á þangi, iorfi og þurri mykju, sem hinir duttlungafullu guðir taka á móli með velþóknun. Mykjan herpist sainan og það brestur og snarkar i þanginu. Laugardags eldurinn blossar upp, reiðubúinn að laka á möti þvi, sem fyrirvinna fjölskyld- unnar hefir keypt á heimleið- inni. Börnin teygja andlitin i átt- ina að eldinum og það gljáir á augu þeirra og hörug nef. Mæð- urnar lilaupa órólegar til og frá eldhúsglugganum. Nú hvarf sól-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.