Dvöl - 31.12.1935, Blaðsíða 18

Dvöl - 31.12.1935, Blaðsíða 18
18 D V Ö L 31. des. 1935 in — þeir ættu að vera komnir á stað. Vegurinn upp að námunni liggur í ótal bugSum og sést næst- um þvi allur úr þorpinu. En hvar er dökka línan, sem um þetta leyti dags bugSar sig niSur eftir honum? ÞaS befir þó vonandi ekki veriS ráSist á þá á leiSinni? Einstaka kona spennir greip- ar í vaxandi gremju eSa eys úr sér mergjuSum formælingum. HingaS og þangaS gráta börn af sulti — og grátur þeirra héyrisl langt til. Verkamennirnir hafa séS sól- ina ganga tii viSar. þeir bafa hætt vinnunni og lagt verkfærin til hliSar. Nú standa þeir i smá- hópum ‘og bíSa námueigandans. Yzt úti á ásunum stendur höf- uSbóliS —- þaSan mun hann koma. — ÞaS er hart, aS ekki skuli vera hægt aS fá á réttum tima þessa aura, sem unnið er fyrir meS súrum sveita! AS- eins aS hann sé nú ekki farinn burtu eins og siðasta laugardag. AS lokum kemur hann þó. og með honum stóri hundurinn hans. Skinnpokinn er með - þá er peninga von. — Eftir rúman hál'ftíma er komið heim meS vikulaunin. ÞaS hallar undan fæti, og átta krónur i vasanum létta sporin. Námueigandinn og verkamenn hans mæla vikuvinn- una: Götuhellur, höggflísir og þrepsteina. Hinn mikli maður skammast yfir einum faðmi af höggflísum, sem ekki er lagður á sléttan grunn. — ÞaS mælist ekki rétt, segir hann. Sænski Anders tekur á móti aðfinnslunum með drúpandi höfði og vonar að hann losni þannig við frekari óþæg- indi. Námueigandinn hefir líka rétt til að nota mat í stað liinnar heiðarlegu og réttlátu faðma- mælingar. Námueigandinn lítur rannsak- andi á hann. -— Jæja, jæja, sleppum því í þetta sinn. Ég fer tæplega á höf- uðið fyrir þá aura, sem þú getur haft af mér, Anders, segir hann góðlátlega og fer að opna pok- ann. Nú berst bjölluhljómur vfir ás- inn. Þreklegur hestur fyrir litl- um sleða kemur þjótandi eftir veginum frá höfuðhólinu. Spjátr- ungslegur maður sonur námueigapdans — i loðfeldi og með loðhúfu á höfði, stekkur út úr sleðanum og kemur til þeirra. — KemurSu með til bæjarins, pabbi? ÞaS á að spila L’hombre á hótelinu. — Ég hefi ekki efni á því i kvöld, svarar námueigandinn. Sonurinn bendir með tánni á skinnpokann, en námueigandinn hristir höfuðið og litur á verka- menn sína. — Vitleysa, gamli, verlcamenn- irnir bíða þangað til á mánudag- inn! Það er til sjnjörs að vinna en ekki flauta í lcvöld! — Slátr-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.