Dvöl - 31.12.1935, Blaðsíða 27

Dvöl - 31.12.1935, Blaðsíða 27
31. des. 1935 D V Ö L þeir bh-nu og tvo húna, sem komu að tjaldinu, svo ekki skorti mat, og bjarndýrsfeldirnir komu sér vel til að liggja á. 23. júlí héldu þeir loks af stað og daginn eftir sáu þeir land i suðvestri í fyrsta skiþti eftir nærri tveggja ára volk á ísnum. Ferðin sóttist seint yfir íshröngl og vakir, enda var nú aðeins einn hundur til hjálpar fyrir hverjum sleða. Það bar við einn dag, er Nansen var að ýta húðkeip sínum á flot í vök einni, að hann heyrir Johansen kalla rétt fyrir aftan sig: „Taktu byssuna“. Nansen lítur uní öxl og sér stórt bjarn- dýr ráðast á félaga sinn. Bátur- inn er kominn ofan af skörinni og byssan í hylki sínu á þilfar- inu. Meðan Nansen er að kippa bátnum aftur upp á skörina í dauðans ofboði til iþess að ná byssunni heyrir hann Johansen segja ofur rólega: „Nú verðið þér að flýta yður, ef það á ekki að verða of seint“. I því hafði Nan- sen losað byssuna, snerist á hæli og sendi bangsa kveðju rétt bak við eyrað á fárra álna færi. Bjarndýrið hafði labbað í slóð- ina og haft hljótt um sig þangað til Johansen nam staðar. Þá réð- ist það á hann og gaf honum löðrung svo hann svimaði og féll. Hann náði með hendinni undir kverkina á kvikindinu og reyndi að halda því frá sér, en þegar björninn opnaði kjaftinn rétt yfir höfðinu á honum var það, að Jo- *T hansen sagði hin gullvægu orð, sem því nær höfðu orðin hans síðustu. 7. ágúst komu þeir á ísbrúnina og mátti nú heita auður sjór til hins fyrirheitna lands. Þeim fannst þeir hafa himin höndum tekið, þótt þeir sæju eiginlega ekki annað en allbrattan skriðjök- ul blasa við sér. Því miður sáu þeir ekki annað fært en að lóga nú sínum trúu förunautum, Kai- fas og Suggen, hundunum, sem enn voru tórandi. Þeir fengu sína kúluna hvor. Þetta land, sem þeir voru komn- ir að reyndust vera þrjár fremur litlar og ókunnar eyjar. Skýrði Nansen þær Ilvittenland. En ekki gátu þeir áttað sig á hvar þeir voru í raun og veru, enda var kortið, sem til var af Franz Jóseps landi mjög ófujlkomið, einkum austurströndin. Þeir héldu nú enn í SV og sáu þá íleiri eyjar, sem þeir komu til 13. ágúst og gengu þar á land. „Því verður ekki lýst með orð- um“, segir Nansen, „hvernig okk- ur var innanbrjósts, er við í fyrsta skipti eftir tvö ár stigum fæti á fasta jörð. ... Og í holum milli steina fundum við blóm, draumsóley og steinbrjóta“. Nansen þóttist nú loks viss um, að þeir væru við vesturströnd Franz Joseps lands og að ennþá væri ekki vonlaust um að komast lieim um ha'ustið. Svo héldu þeir þá áfram að miklu leyti á auðum

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.