Dvöl - 31.12.1935, Blaðsíða 26

Dvöl - 31.12.1935, Blaðsíða 26
D V Ö L 51. des. 1955 ur en norður eftir. Nansen áleit að það væri vegna þess að stefn- an væri nú meira samhliða stefnu isgarðanna, en hafði áður verið þvert á þá. Eftir mánaðarferð voru þeir þó ekki komnir nema suður á 84° 31’ N. ísinn rak NV. Nú var farið að hlýna í veðri og líðan þeirra mun betri, en vakir fóru að koma í ísinn, sem þeir töfðust mjög á að krækja fyrir. 1 lok maímánaðar voru þeir komnir á 82° 21’ N. eða h. u. b. á sömu breidd og Fligelyhöfði. En hvergi var land að eygja. Skildi Nansen ekkert í þessu, en það óhapp hafði viljað til á leiðinni, að ferðaúrið stanzaði einu sinni, svo að þeir gátu úr því ekki vit- að nákvæmlega á hvaða lengdar- stigi þeir voru. Korn það síðar í ljós, að þeir voru 6Ú20 austat' heldur en þeir bjuggust við. Leið þeirra lá því svo langt austan við Fligelyhöfða að þeir sáu hann ekki og heldur ekki eyjar þær lítt þekktar, sem eru norður af höfð- anum. f júníbyrjun var ísinn orðinn svo krosssprunginn, að óhjá- kvæmilegt var að taka húðkeip- ana í notkun yfir vakirnar. Á sleðaferðinni höfðu höggvist ótal göt á strigann þegar sleðarnir voru að velta. Settust þeir nú um kyrrt í hríðarveðri af austri, sem rak.ísinn saman í hröngl, svo lítt mögulegt var að komast fram úr, hvorki á bátum eða sleðum. 11. júní skrifar Nansen. „Til- breytingarlítil æfi, þegar til lengd- ar lætur. Sami þrældómurinn dag eftir dag, viku eftir viku ... Allt- af von um að þetta fari að taka enda og alltaf vonbrigði. Sífellt sami sjóndeildarhringur — ís á alla vegu. Hvergi merki um land eða auðan sjó. Ekki vitum við vel iivar við erum staddir, né hvenær úr þessu rætist. ... Nú eigum við 5 hunda eftir og mat handa þeim í þrjá daga“. Snjórinn var nú að þiðna af ísnum og klesstist neðan í skíðin og sleðana, svo ekkert gekk. 21. júní voru vistir á þrotum, að eins 2 hundar tórandi, færðin ómöguleg. Útlitið ömurlegt. En þá vill þeim hið mikla happ til, sem gerir enda á allri bölsýni. Þeir eru að leggja að ísbrún á vök einni þegar stór kampselur allt í einu rekur upp hausinn rétt hjá. Johansen þrífur byssuna og sendir honum kúlu í kollinn, en Nansen kemur skutli í hann áður en hann sekkur. Að vísu fylltust húðkeiparnir af sjó í þessari við- ureign og voru nærri sokknir, og mestallur farangur varð blautur. En hvað gerði það. Hér var nóg- ur matur og eldsneyti í heilan inánuð. Þeir dönsuðu af kæti í kringum selskrokkinn. Nansen afréði nú að setjast um kyrrt um hríð, hvíla sig og bíða þess að færi batnaði eða ís- inn greiddist meira í sundur. Það leið heill mánuður áður en þeir héldu af stað. Á þeim tíma skutu

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.