Dvöl - 31.12.1935, Blaðsíða 21

Dvöl - 31.12.1935, Blaðsíða 21
31. des. 1935 D V Ö L 21 ast hinn græni litur grassins. Ef blandað er saman rauðum og gul- um fæst hinn gullni litur appcl- sínunnar. Ef blandað' er saman rauðum og bláum fæst hinn djúpi litur fjólunnar, og svona mætti halda endalaust áfram. Blöð trjánna eru græn. Iiinn græni litur stafar af efni, sem heitir clorophyll og er það eitt af líffærum plantnanna til þess að vinna kraft úr sólargeisiunum. Auk hins græna clorophyll efnis eru líka í blöðum trjánna Ijósgul- ir sykurlitir. Þegar haustar hverf- ur clorophyll efnið úr blöðunum og hinir daufari litir, sem það yf- irskyggði koma þá í Ijós, og stundum verða blöðin næstum því hárauð, sem stafar af of miklu sykurinnihaldi, eða meira en tréð hefir með að gera. Litir blóma geta einnig stafað af geislabrotum og án allra lit- fruma. Þannig er það með hinn hvíta lit liljunnar. Hann stafar af örsmáum loftbólum, sem eru í raunverulega gegnsæju eða lit- lausu efni. Sama er að segja um hinn hvíta lit snjókornanna, um íjaðrir álftarinnar og fax sjávar- aldanna. En hvaðan koma þá hin dular- fullu efni, sem skreyta fjaðrir lit- sterkra fugla, svo sem dúfnanna, vængfjaðrir andarsteggja og stél páfuglsins? Svarið er, að hér sé heldur ekki um litfrumur að ræða. Fjaðrir þessara fugla eru raunverulega að mestu litlausar, en þær eru þaktar örfínni, gegn- særri himnu, sem endurkastar nokkrum hluta ljósgeislanna, en nokkur hluti þeirra fer í gegnum hana og endurkastast frá innra laginu. Ljósbylgjurnar, sem fara í gegnum liimnuna endurkastast örlítið seinna en hinar og valda truflunum þannig, að þær deyfa ljósöldur vissra lita og þar með raska litahlutföllum hins hvíta ljóss og framleiða önnur litáhrif. Litbrigði perla og skelja stafa af sömu ástæðum, en hvortveggja cru samansett af þunnum himn- um með loftlögum á milli. Endurkast s-ljósgeisla frá smá- ögnum gufuhvolfsins setur lit sinn á loftið og það er blátt vegna þess að bláar ljósöldur eru mjög stuttar og agnirnar verða af þeim ástæðum frekar í vegi þeirra en annara litgeisla af meiri bylgjulengd. Einu sinni var gömul „t'röken“ í heimsókn hjá bróður sínum uppi í sveit. Einn morgun sá lítil dóttir bónda, frænku sína vera að slíta hár úr höfði sínu. — Hvað ertu að gera frænka, spurði barnið undrandi. — Ég er að slita gráu hárin úr höfðinu á mér, svaraði frænkan. — Hví slíturðu ekki heldur þau svörtu, þau eru miklu færri, spurði barnið sakleysislega.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.