Dvöl - 11.11.1934, Blaðsíða 4

Dvöl - 11.11.1934, Blaðsíða 4
D v ö L 11. nóv. 1834 4 : óhamingjumaður til 93 ára ald- urs, en þá datt þakhella 1 höfuð honum og dó hann af því. Skáldin hafa frá alda öðli haft vakandi auga á því sorglega hlut. skipti, að hafa óheppni að sér- grein. Áðurnefndur ödípus hef- ir t. d. fengið nokkur kvæði um sig á þeim grundvelli. En ég verð að endurtaka það, að samanbor- ið við Ulriksen má hann teljast heppnismaður. Óheppnari maður en Ulriksen hefir aldrei gengið hina þungu göngu frá vöggu til\ grafar á þessari jörð. Ég er þessu vel kunnugur, því að ég þekkti hann frá barnæsku, þangað til hann hvarf mér, eftir að örlögin gerðu honum síðasta grikkinn, þegar hann var á gangi á Karl Johan með unnustu sinni og hundinum hennar. Maður skyldi nú halda, að þessi sífellda óheppni hans hefði hert hann það, að hann gæti þolað þetta smáræði í viðbót, en ég held það varla. Ég veit ekki einu sinni, hvort hann er enn í tölu hinna lifandi ,eða hvort honum hefir tek- izt að svifta sig lífi. Það mundi verða of langt mál, að lýsa öllum óhöppum Ulriksen. Ég læt nægja að taka nokkur sýnishorn. Þegar í barnæsku var hann alltaf að verða fyrir ein- hverjum óhöppum. Ég- var fjórum árum eldri en hann og ég man enn, að þegar,.vj.ð vorurp að leika okkur heima hjá honum, fékk hann stundum þennan kvalasvip á andlitið, sem ég minnist að hafa séð svo oft síðan, og hljóp til móð- ur sinnar, sem spurði: Æ, dreng- urinn minn — hefirðu nú orðið fyrir einhverju óhappi aftur? ójá, það var nú allt smávaxið í þá daga. Með aldrinum komu stærri sorgir. Enginn strákur var jafn óheppinn og hann. Alltaf kom hann upp í því, sem hann hafði ekki lesið, og ef hann framdi eitthvert skammastrik, þá komst það alltaf upp. — Þegar kennarinn sendi út eldingar sinn- ar reiði, var hann æfinlega þrumuleiðari. Að maður nú ekki tali um allar hans slysfarir. Þeg- ar hann var fermdur hafði hann eftir 8 fingur og 7 tær, af þeim 10 hvorrar tegundar, sem hann fékk í upphafi. Ennfremur voru þá eftir fjórir fimmtu hlutar af nefinu. Einn fimmti hlutinn hafði flogið til himins með rakettu, þegar Ulriksen var þrettán ára. Það er: ekki langt frá að ég óski þess, að það, sem eftir varð af hónum, hefði farið sömu leið, því að það hefði losað hann við mikl- ar þjáningar. Að öðru leyti hélt hann eftir búknum, fótum og handleggjum og lífsþrá, sem eng- in óhöpþ gátu brotið. Að vísu vissi hann, að hann var stjúpbarn hamingjunnar, ep hann var á- kveðinn í að láta ekki bugast. — Þrisvar sinnum féll hann við próf — vegna óhappa og þegar

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.