Dvöl - 11.11.1934, Blaðsíða 10

Dvöl - 11.11.1934, Blaðsíða 10
10 D V ö L 11. nóv. 1934 Á f j ö 1 1 u m Eftir Jón Eyþórsson I. Undir Hofsjökli. Sumarið 1932 í júlílok fór ég í 10 daga ferð til Hofsjökuls og Kerlingarfjalla. Var það aðallega kynnisför, því óhugsandi er að framkvæma mælingar að ráði á svo stórfelldum jöklum á skemm- um tíma. Ferðin frá Reykjavík upp að Nautöldu, sunnan undir Hofsjökli, tók nærri fjóra daga. Var farið á bíl að Ásum í Hrepp- um og þaðan á hestum. Við vor- um fjórir saman og höfðum sjö hesta. Fyrsti tjaldstaður var í Skúms- tungum. Næsta dag var veður slæmt framan af og varð ekki lengri áfangi en í Gljúfurleit. Þar er tjaldstæði fagurt. Næst var gist í Kjálkaveri, en þaðan er stutt dagleið til Naut- öldu. Á allri leiðinni upp með Þjórsá vár NA-strekkingur i fangið og skýjamökkur grúfði yfir Sprengi- sandi og Kili. Hinsvegar sindruðu Kerlingarfjöllin í glaða sólskini og bjart var yfir Kili. Sást glöggt af því, hvernig Hofsjökull deilir veðrum milli landsfjórðunga i NA-ást. Nautalda er kollótt bunga rétt framan við jökuljaðarinn og er sléttlendi og kvíslar á alla vegu. Vestan við ölduna flæmist Blauta- Afstöðumynd af Nauthaga og suöur- brún Hofsjökuls. kvísl um sléttur og grónar eðju- eyrar. Er þar illt yfirferðar með hesta. Þó var gott vað undan suð- vesturhorni Nautöldu. Á bak við ölduna gengur stutt og breitt dal- verpi upp i jökulinn, milli ólafs- fells að austan og Söðulfells að vestan. Heitir þar Jökulkrókur. Jökultunga nær niður í jökul- krókinn og eru þar upptök Miklu- kvíslar. Fellur hún svo fram með Nautöldu að austan og sameinast þar Blautukvísl. Upptök Blautu- kvíslar eru vestar miklu í jöklin- um, rétt austan við Illahraun. Rennur hún þar í gljúfrum á kafla. Áður rann Blautakvísi beint suður í Þjórsá hjá Bólstað og heldur farvegurinn enn nafn- inu, þótt vatnið leggist nú allt í farveg Miklukvíslar. Austan við Miklukvísl er Naut-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.