Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 3

Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 3
MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjórn: Nanna Ólajsdóttir, Reykjahlið 12, Reykjavik, simi 3156 ■ Þóra Vigjúsdóttir, Þingholtsslreeti 27, Reykjavik, siiiii 5199 Útgejandi: Mál og mcnning Þuríður Friðriksdóttir Eftir Svövu Jónsdóttur Frú Þuríður Friðriksdóttir var um marga hluti óvenjuleg kona, og minnisstæð hlýtur hún að verða öllum sem hana þekktu. — Kynni okkar Þuríð- ar voru orðin nokkuð löng, er hún lézt, hafði okkur þar margt milli farið, verið ljæði sam- starfsmenn og andstæðingar, en þó venjulega með nokkrum Iiætti samherjar. Og þær minningar á ég nm Þuríði Friðriksdóttur, lijarta- þel hennar, hugarstyrk og skör- ungsskap, sem rnér mun seint fyrnast, þótt ekki verði þeim flíkað hér. Þuríður var fædd 27. apríl 1887 að Þorgnmsstöðum í Kirkjuhvammshreppi í Vestur-FIúnavatns- sýslu og komin af merkum húnvetnskum bændaættum. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurlaug Gunnlaugsdóttir og Friðrik Gunn- arsson. Af systkinum hennar kann ég að nefna bræðurna Jón og Björn, hinn kunna hagyrðing og kvæðamann, sem báðir eru látnir, og systurnar Sigríði og Ingibjörgu, bú- settar í Reykjavík, og Margréti sem á heima á Blönduósi. MELKORKA 8

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.