Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 4

Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 4
Skörp greind, lífsfjör og manndómur virð- ist hafa verið ættarfylgja þessara systkina, fer og enginn snauður úr föðurgarði, sem flytur með sér slíkan arf, hvernig sem öðrum kjör- um er háttað. Leiðir Þuríðar lágu eins og margra ann- arra til Reykjavíkur, en hingað flutti hún 1911. Hún kont hingað á óvenjulegum tímum. þá var að hefjast liin mikla bylting í íslenzku þjóðlífi, sem enn er ekki lokið. Annarsvegar \ ar þá rísandi íslenzk stóriðja og auðsöfnun, hinsvegar vaxandi t erkalýðsstétt að bregða blundi. Flokkaskipun var þá á hverfanda hveli og dagar gömlu flokkanna senn taldir, en nýir flokkar að rísa á legg, knúðir fram af nauðsyn breyttra þjóðfélagshátta. Nýjar stefnur kvöddu sér hljóðs og blésu að þeim glóðum sem fyrir voru: hinni aldagömlu bar- áttu íslenzkrar alþýðu við ranglæti og kúgun. gegn harðdrægni og miskunnarleysi. Þuríði var þannig farið, eðli hennar og uppistaðan í skapgerð hennar slík, að hún hlaut að skipa sér í sveit þeirra, sem börðust fyrir rétti allra smælingja, en gegn eymd og kúgun. Sagði Þuríður nrér einu sinni sögu um sín fyrstu kynni af samtökum og baráttu verka- lýðsins, og af því að sú saga er eins sönn og réttmæt í dag og hún var fyrir 40 árum, læt ég liana fylgja: Þuríður kotn í hús til rosk- innar kunningjákonu sinnar úr sveitinni. sem nú stundaði fiskvinnu í Reykjavík; sá jaar blað með magnbrungnum lýsingum á sérstaklega vondum inönnum, óalandi og ó- ferjandi, sem risnir væru upp og teknir að afvegaleiða alþýðuna. Þuríði þótti lýsingin ekki fögur og varð að orði: ., já, ljótt er, ef satt er.“ Segir þá gamla konan: ,,Þegar þú eldist, góða mín, muntu sjá, að þeir menn sern þessi blöð úthúða mest og ofsækja, eru einmitt metinirnir. sem þér er óhætt að trevstó.“ Taldi Þuríður gömlu konuna hafa þar haft lög að mæia. ............... Ekki veit ég hvort það var í fyrsta jafnaðar- mannafélaginu hér í Reykjavík, sem fyrst ± . lágu saman leiðir hennar og Þorláks Ottesens en bæði voru þau jrar félagar. En þau Þor- lákur giftust árið 1918, og varð hjónaband Jreirra óvenju farsælt og sambúð jieirra til fyrirmyndar. Þau unnu hvort öðru og virtu hvort annað og voru innilega samtaka í um- hyggju og önn fyrir vaxandi barnahóp. En Jiar að auki gafst þeirn það, að verða alúðar- vinir og félagar, sem Itöfðu fullan skilning á, að hvort um sig varð að fá að Jrroskast og neyta kraftanna eftir lögmáli síns eigin per- sónuleika. En tryggðin og ræktarjrelið voru þeir hornsteinar sem aldrei brugðust. Sex börn fæddust Jreim lijónum: Hulda, Asa, Sigurlaug, Friðrik, Kristín og Sigríður. Öll eru Jrau systkini vel gefin, mannvænleg og geðjrekk. Verður er tímar líða mikill ætt- bogi frá þeim hjónum kominn. Þuríður var óþreytandi í umhyggju sinni og aðstoð við börn sín, eftir því sem þau Jmrftu á að hakla, en gleymdi aldrei að þau voru einstaklingar sern áttu rétt á að lifa sínu eigin lífi og þroskast samkvæmt eigin eðli en ekki annarra valdboði. En þó að heimilið væri mannmargt og ekki slegið slöku við neitt af Jtví sem velferð þess krafðist, var félagshneigð Þuríðar og eldlegur áhugi meiri en svo að sá vettvangur nægði henni. Kann ég ekki til neinnar hlítar skil á öllti |n í óhemju starfi sem Þuríður lagði fram til þeirra mörgu félaga og samtaka, sem áttu hug hennar og heimtuðu hendur hennar til starfa. Eins og áður segir gekk hún ung á hönd verkalýðslireyfingunni og allri hinni marg- þættu baráttu alþýðunnar. Hún starfaði um skeið í Verkakvennafélaginu Framsókn, en síðar varðhún stofnandi Þvottakvennafélags- ins Freyja og formaður þess til dauðadags. Fulltrúi þess var hún á Aljrýðusambands- þingi, í Fulltrúaráði og hverskonar öðrum samtökum er félagið tók þátt í. Hún var ekki einungis formaður■ félagsins í venjulegum skilningi, heldur má segja að það félag væn í rauninni eitt af börnum hennar, með svo MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.