Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 18

Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 18
liverja aðra konu, hrópuðu naglaskærin. Úr |dví getur orðið meiri háttar sorgarleikur. — Hún hefur náttúrlega verið að lesa eitt- hvert reyfararusl, sagði vasabókin, sem liefur ruglað liana í ríminu. Henni þykir hann ef til vill ekki nógu fínn. Ætlar sér kannski að krækja í forstjóra eða gerast filmstjarna og giftast milljónungi. . . . — Nei. Ég er búinn að segja að hún elskar hann enn þá, sagði vasaklúturinn. Hún sér ekki sólina fyrir honum. Hvernig eigum við að fá vitneskju um hvað hefur í raun og veru gerzt? Er enginn hér sem veit það? Vasaklúturinn leit í kringunt sig og kom auga á nokkrar hárnælur, litla greiðu, hnappa, silkiband, blýant með engu biýi, raf- magnsreikning og póstkort sem stóð á: „Kveðja frá hafinu. Þín Helena“. . . . — En sjálfblekungurinn, liann hlýtur að vita um þetta. Hann hlýtur að hafa skrifað eitt ogannað. — Andartak, sagði sjálfblekungurinn, ég er að reyna að koma einhverju fyrir mig, en minnið mitt er ekki upp á marga fiska. — Loksins kemur það! hrópuðu allir hinir. — Já, hún skrifaði honum fyrir nokkrum dögum og sagði: Það skiptir engu, við get- um verið saman fyrir því, þú segir sannleik- ann —, nei, þvert á móti. Þú segir mér ekki sannleikann, þú verður ástfanginn í ann- arri, þú hlýtur að fá vinnu. Ég get ekki trú- að.... — Þetta er mesta þvæla, ég skil ekki hvað þú ert að fara, sagði púðurdósin, og ég verð að segja að sem penni finnst mér þú vera heldur óskýr í lmgsanaganginum. — Eg get ekki betur, sagði penninn. Ég er ekki vanur að tala eingöngu upp á eigin spýtur. 1 sömu andránni var taskan opnuð og bréf sett niður í hana. — Þér liafið verið lesnar töluvert mikið, ungfrú, sagði eitt af hinum bréfunum kur- teislega. Þér eruð áreiðanlega ástarbréf? — Já, auðvitað er ég það. Hvað haldið þér annars að ég sé? — Er það ekki dásamlegt! hrópaði varalit- urinn. — Mikið varð ég nú glaður, sagði púður- kvastinn. — Þér liafið ef til vill einhverjar fréttir að segja okkur? spurði eitt af gömlu bréfunum. — Þið getið heyrt ltvað hann skrifar. Þetta er ungur maður sem ekki hefur getað fengið atvinnu. Þess vegna skrifaði hann ungri stúlku, sem lieitir Yvonne, til að láta hana vita að hann geti ekki gifzt henni, þar sem . . . — Já, við skiljum hvað liann á við, tók varaliturinn fram í. Hann heldur að hann geti ekki gert hana hamingjusama. ()g livað svo meira? — Nú er hann búinn að fá atvinnu, sem reyndar er ekki rnikið til að gorta af sem stendur, en hún á líklega eftir að gefa rneir í aðra hönd áður en langt um líður. Hann segist vera mesti grasasni, að hafa látið sér detta í liug aðslíta öllu þeirra á milli og segir um leið að hann geti lagt eið út á að hann hafi aldrei elskað aðra konu en liana. — Svona á að segja hlutina, sagði varalit- urinn. — Hvenær á að lýsa með þeim? spurði vegabréfið. — Það veit ég ekki. Ég veit bara að hann segist tilbiðja ltana og hann geti ekki lifað án liennar. — Þetta eru góðar fréttir, sagði varalitur- inn. Nú getur hún ekki verið án mín lengur. Þ. V. þýddi. MÁLSHÆTTIR Þeim skal úr garði fylgja, sem tnaðnr vill að ajtur komi. Betra er ólofað en illa efnt. Flest fer vtcnum vel. Ofkaupa má gullið. Frelsi er fé betra. Sínum gjöfum er hver líkastur. Iðnin eyliur alla mcnnt. \______________________________________________________/ 18 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.