Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 12

Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 12
Hvar hefurðu lagt leið þina um Suður- land? Leiðina frá Reykjavík austur á Síðu hef ég hjólað þrisvar. Lengstu dagleiðir, sem ég hef hjólað, eru, held ég frá Fagradal í Mýrdal að Odda á Rangárvöllum, og úr Kollafirði á Ströndum að förva í Haukadal. Annars fer ég oftast hægt yfir. Það lilýtur að vera mesta púl að hjóla svona dag eftir dag? Þetta er orðinn leikur, að ferðast svona, núorðið. En fyrst, þegar ég byrjaði að fara um landið, 1940, voru vegir víða slæmir. Verstu þjóðvegir, sem ég lief farið á síðustu árum, eru í suðurhluta Suður-Múlasýslu. Þar varð ég að vaða fjölda margar ár og læki. Hvað segirðu um Vestfirði? Hingað til hef ég varla átt erindi með hjól- ið til Vestfjarða. En nú eru óðum að koma þar vegir. Þar hef ég aftur á móti ferðast mik- ið gangandi. Það er orðið alllangt siðan þú fórst að nota reiðhjólið þitt til ferðalaga um landið? Já, einhver, sem les þetta, heldur því ef til vill, að ég sé umrenningur. Og er því ekki úr vegi að gefa einhverja skýringu á þessu flakki mínu. Ein ástæðan er sú, að ég hef verið í kaupavinnu liér og þar í fjórtán ár og far- kennari Iiér og þar í tíu ár. Þess vegna hef ég oft beinlínis átt ferð í annan landshluta. Önnur ástæða er sú, að bílferðir eru mér kvalræði. vegna þess, að alltaf eru með áætl- unarbílunum einhverjir reykspúandi farþeg- ar, sem enga miskunn sýna, þó að einhverjir veslingar þjáist af ógleði og biðjist vægðar. Og, síðast, en ekki sízt: Svona ferðalög eru bczta ráðið til að kynnast landinu og þjóð- inni. Ég á margar ógleymanlegar minningar um géstrisið og skemmtilegt fólk. Undarlegt er það, hvað unga fólkið er latt að ferðast á eigin spýtur. Aldrei kemur það fyrir, að ég mæti neinum á hjóli úti á þjóð- vegrlnum. Og fárkennsla þýkir óviðunandi, vegna þess, að kennarihn þarf oft að ganga bæja á milli. Bílaæðið er hvimleið farsótt og Svanhildur Ólafsdóttir Svanhildur Ólafsdóttir Daníelssonar yfir- kennara andaðist í Stokkhólmi 17. nóv. s.l., 49 ára að aldri. Hún varð stúdent úr stærð- fræðideild Menntaskólans í Reykjavík 1924 og lagði síðan stund á málanám í Kaup- mannahöfn. Húnvann um skeiðvið orðabók Sigfúsar Blöndals. — Svanhildur var síðan nokkur ár í utanríkisþjónustu Dana, við sendiráð þeirra í London. Hún kom þá heim til að standa fyrir búi föður síns og vann þá jafnframt ýms skrifstofustörf, þar til er hún gekk í utanríkisþjónustu síns eigin lands og varð fulltrúi þar árið 1944 og þar til hún sagði því lausu vorið 1952. Svanhildur var mjög vel að sér og hlaut verðskuldaða viðurkenningu. Glaðværð og ljúf framkoma einkenndu hana; með henni er gengin ein okkar bezta menntakona. Svanhildur var gift Sigurði Guðmunds- syni húsameistara. ekki samrýmanleg veðráttu landsins. En nu þori ég ekki að segja meira. Einhver gæti kallað mig afturhaldsmann. 12 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.