Melkorka - 01.05.1956, Qupperneq 4

Melkorka - 01.05.1956, Qupperneq 4
r „Eg sver, sver, sver —cc Eftir Nönnu Ólafsdóttur Öðru sinni á 5 mánuðum komst ísland í heimsblöðin. Hið fyrra sinni er Halldór Kil]- an Laxness hlaut bókmenntaverðlaun Nó- bels, hið annað sinni er fregnin um viljayfir- lýsingu Alþingis um brottflutning banda- ríska hersins barst út um heiminn. Fregnin um samþykkt Alþingis vakti geysi-athygli og heimsblöðin ræddu hana frá hernaðarleg- um, efnahagslegum, pólitískum og sálfræði- legum sjónarmiðum. í ríkjum Atlanzhafs- bandalagsins mun fregnin hafa vakið nokkra furðu, því að íslenzk stjórnarvöld munu ekki hafa Joótt þessleg á undanförnum árum, að slíkra atgerða væri héðan að vænta. Hitt var aftur á móti grunur um, að megn óánægja væri ríkjandi meðal almennings hér út af ofríki Bandaríkjanna og undirlægju- hætti og vesalmennsku íslenzkra yfirvalda að leiða yfir þjóðina erlenda hersetu á friðar- tímum. Bandarískir stjórnmálamenn létu álit sitt í ljósi við blaðamenn —■ og menn jöfnuðu sig eftir áfallið, eins og einn blaða- maður orðaði það, er ábyrgir aðilar töldu, að ná mætti samkomulagi við íslenzk stjórn- arvöld eftir kosningar. Fréttaritarar sænskra stórblaða telja að eftir kosningar í sumar verði slakað á kröfunni um brottflutning hersins og hún jafnvel látin alveg niður falla. Eins og kunnugt er hafa 3 stjórnmála- flokkar staðið einliuga um að ieyfa banda- ríska hersetu hér á friðartímum, þ. e. Sjálf- stæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn. Fram að þessu hefur ekki heyrzt að neinn ágreiningur um þetta mál væri fyrir hendi milli þessara flokka og þingmenn Sjálfstæðisflokksins tóku einmitt fram í umræðurrí um málið á Alþingi, að enginn slíkur ágreiningur hefði átt sér stað og var þessu ekki mótmælt af hinum flokk- unum tveim. Sjálfstæðisflokkurinn hefur Javí gefið þá skýringu, sem hann telur eina mögulega, að hér sé um kosningabrellu að ræða, þ. e. að Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn telji hersetuna svo óvinsæla meðal fylgjenda sinna, að ekki sé vænlegt að fara út í kosningar á sumri komanda án þess að sýna stefnubreytingu gagnvart bandarískri hersetu. Það hefur fyrr verið leikið með þetta fjöregg þjóðarinnar, sjálf- stæðið, í atkvæðaveiðaskyni eins og kom fram 1946, er Bandaríkin höfðu um haustið 1945 sýnt þann óheyrilega ágang, að fara fram á herstöðvar hér til 99 ára, en létu svo málið niður falla fram yfir kosningar um vorið 1946, en tóku þá málið upp að nýju og fengu því framgengt með aðstoð þeirra 3 flokka, sem síðan hafa stutt kröfur Banda- ríkjanna einhuga. Því verður ekki skellt skollaeyrum við þeirri staðliæfingu Sjálf- stæðisiflokksins, að viljayfirlýsingin um brottflutning hersins sé kosningabrellan einber. (Hann mun gerzt þekkja hugarfar samstarfsflokkanna í Jaessu sérstaka máli). Hitt er svo eftir að vita, hvort tekst að leika sama leikinn við kosningarnar í sumar eins og við kosningarnar 1946 og með jafngóðum árangri. Því er ekki að leyna að hræddur er maður um að það heppnist. Þá yrði gangur- inn þessi: Fyrst er nú viljayfirlýsingin gefin á Alþingi fyrir kosningar; í öðru lagi verður helzt ekki minnzt á utanríkismál á kosninga- fundum eins og erlend herseta skipti engu máli; þá verður samkomulag um mála- 36 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.